06.12.1935
Neðri deild: 92. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1627 í B-deild Alþingistíðinda. (2585)

131. mál, alþýðutryggingar

Stefán Jóh. Stefánsson:

Ég vil benda á, að krafa þeirra hv. þm., sem óska, að kaflinn sé borinn undir atkv., brýtur í bág við þingvenju fyrst og fremst, og þar að auki segir í 22. gr. þingskapa - niðurlagi gr. - með leyfi hæstv. forseta:

„Þegar búið er að ræða hvern kafla, skulu atkv. greidd um hverja grein í honum með brtt., er við eiga. Að síðustu skal greiða atkv. um það, hvort frv. þannig lagað eigi að ganga til 3. umr.

Það er sýnilegt, að þessi þingvenja er í samræmi við 22. gr. þingskapa. Það er því óviðeigandi og ég mótmæli því, að atkvgr. fari fram á ný um það, sem þegar er búið að greiða atkv. um - ekki einu sinni, heldur jafnvel tvisvar.