18.12.1935
Neðri deild: 102. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1760 í B-deild Alþingistíðinda. (2766)

73. mál, fangelsi

Bergur Jónsson:

Hv. 1. landsk., sem er frsm. þessa máls, er nú fjarstaddur. Ég ætla nú ekki að fara að hlaupa í skarðið fyrir hann, en ég vil taka það fram, að eftir að búið var að leyfa mér að fara burt af fundi í nótt eð var, þá var gerð leit að mér til þess að hafa framsögu í máli. Ég get aðeins tekið það fram, að allir nm. nema einn, hv. þm. Snæf., eru sammála um, að frv. verði samþ., og mun hann gera grein fyrir því, hvers vegna hann er því mótfallinn að fylgja meiri hl. í þessu máli.