07.12.1935
Neðri deild: 93. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 1828 í B-deild Alþingistíðinda. (2816)

192. mál, bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Þetta mál hefir nú verið rætt allmikið í hv. Ed. og ennfremur hefir það atvikazt þannig, að í umr. um fjárl. hefir verið komið talsvert inn á þetta mál almennt. Ég ætla því ekki að hafa fyrir því neina verulega framsögu núna, heldur vísa til þess, sem ég hefi áður sagt, sérstaklega í þeim umr., sem fram hafa farið um fjárl. Og vildi ég mælast til þess, að hv. þm., þó þeir kunni að hafa eitthvað frekar við þetta mál að athuga heldur en enn er komið fram, vildu fallast á það að geyma þær almennu aths. þangað til við 2. umr. málsins. Ástæðan til þess, að ég fer fram á þetta, er sú, að fjárl.frv. kemur nú til umr. og menn verða uppteknir við það, og þess vegna hentar betur, að sú n., sem fær málið til meðferðar, geti fengið það áður en þær umr. hefjast. — Ég hefi vikið að þessu við fulltrúa Sjáfstfl. í fjhn., og hann tók líklega í þetta gegn því, að það yrði þá leyft af forseta að tala líka almennt um málið, við 2. umr. Sömuleiðis hefi ég átt tal við hv. þm. V.- Húnv., og mér virtist sem hann gæti líka fallizt á þetta. — Ég vil svo leyfa mér að leggja til, að málinu verði vísan, að lokinni þessari umr., til fjhn.