21.03.1935
Neðri deild: 34. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í C-deild Alþingistíðinda. (3437)

28. mál, námskeið fyrir atvinnulausa unglinga

Frsm. meiri hl. (Sigurður Einarsson):

Eins og segir í nál., sem við höfum undirritað og er á þskj. 179, hafði menntmn. þetta mál til meðferðar og gat ekki orðið í eitt sátt um það. Við vorum samt þrír í n., sem álitum, að samþ. bæri frv., en þó með nokkurri breyt., sáralítilli efnislega, en við hugsum fyrirkomulagið nokkuð á annan veg en gert er í frv.

Breyt. er í stuttu máli á þá leið, að það skuli vera gagnfræðaskólanefndir í kaupstöðum og bæjum, sem námskeiðin hafa með höndum, í stað þess, að upprunalega var gert ráð fyrir, að það væru skólan. barnaskólanna. Í samræmi við það, að þetta er talið í verkahring skólanna, virtist okkur meirihl.mönnum auðsætt að fela það gagnfræðaskólunum. Af þessari breyt. leiðir svo nokkrar af þeim, sem skráðar eru á þskj. 179.

En önnur breyt., sem farið er fram á, er sú, að í stað þess, að frv. gerir ráð fyrir, að heimilt sé að hefja slík námskeið hvar sem atvinnulausir unglingar gæfu sig fram, en skylt, ef þeir væru 25, sé gert að skilyrði, að það þurfi samþykki kennslumálastj. um fleiri námskeið en þrjú í Reykjavík og eitt í öðrum bæjum.

Með því að ganga inn á þessa breyt. er mikið komið á það tilraunastig, sem mjög er takmarkað, þannig að fjárhagsleg áhætta, sem ella hefði kunnað að vera fyrir hið opinbera og einstaka bæi, má heita alveg horfin úr sögunni. Hinsvegar er þessi tilraun samkv. till. nægilega víðtæk, svo að engin ástæða er til að telja málinu eytt, þótt að þessari breyt. sé horfið. Tilraunin verður nægilega víðtæk til að sýna fram á, hvort ekki sé fullkomin þörf að sinna þessari hlið uppeldismálanna í bæjunum, en það er mér aðalatriði að hafizt verði handa um þetta, og það sem allra fyrst.

Við meiri hl. í menntmn. leggjum því til, að frv. verði samþ.

Ennfremur er breyt. á fyrirsögn um í samræmi Að eðli málsins, nefnilega að orðin „bæjum og kaupstöðum“ falli burt, og heiti aðeins frv. til l. um námskeið fyrir atvinnulausa unglinga.