30.03.1935
Efri deild: 38. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 420 í B-deild Alþingistíðinda. (473)

4. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Að vísu er það svo, eins og hætsv. ráðh. segir, að meðan hann er ráðh. getur þetta farið þannig fram. En ef ákvæðið er ekki í lögum, þá er hætt við, að slík framkvæmd gæti fallið niður, því að í lögunum er þetta ekki heimtað. En mér hefði fundizt það eðlileg viðbót við 2. gr., að í skattstofunni skuli gerð skrá, þar sem tekjur skattgreiðenda eru greindar sundur og liggi hún frammi í skattstofunni. Það er mikilsvert, að fólk fái að vita, hvernig teknanna er aflað. Það ætti að vera eftir núv. tekjuskattalögum, að þetta sæist á skránni.