16.12.1935
Neðri deild: 100. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 555 í B-deild Alþingistíðinda. (671)

7. mál, eftirlit með matvælum

Jakob Möller [óyfirl.]:

Hvort sem þetta heitir skattur eða skoðunargjald, þá er það gjald, sem leggst á vörurnar og hækkar verð ódýru væri eftir brtt. minni greiddur úr ríkissjóði, þá er það í raun og veru engin breyt., eins og sjá má af frv., því að það má bæta ríkissjóði þetta upp með því að leggja gjald á vörurnar. Enda er það t. d. svo með smjörlíkisgerðirnar, að kostnaðurinn við eftirlitið er greiddur úr ríkissjóði, en ríkissjóður fær aftur tekjur af smjörlíkinu og fær þannig endurgreiddan þennan kostnað fullkomlega. Og ef samþ. er till. mín undir c-lið, þá er þar tekið fram, að heimilt skuli að leggja þetta gjald á. Ég held sem sagt, að ágreiningurinn sé minni en sumir hv. þm. ef til vill halda.

Um bókfærsluatriðið hefi ég ekki mikið meira að segja, en ég held, að það sé misskilningur, að það geti haft mikla þýðingu, þegar tryggt er, að fá megi upplýsingar eftir þörfum. Það má vafalaust teygja og toga reglugerðarákvæðið, svo að hægt sé að fá framkvæmt eftirlitið út í yztu æsar.