25.03.1935
Efri deild: 34. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 634 í B-deild Alþingistíðinda. (927)

86. mál, sala og meðferð íslenskra afurða

Jón Auðunn Jónsson:

Ég get varla, rætt þessi mál við hæstv. forsrh., þar sem hann virðist því ókunnugur, að innflutningur okkar til Suðurlanda hefir verið mikið takmarkaður. Spánverjar hafa t. d. skorið innflutninginn niður um helming. Og svo undrast hann, að hér n landi skuli nú liggja meiri óseldar fiskbirgðir en áður. Þetta er svo mikil flónska, að ég veit, að allir skilja þetta, nema þá hann.

Annars held ég, að öllum sé það kunnugt, að varla verða í nokkru félagi shlj. atkv. um nokkurt það mál, sem ofan á verður. Og það verður að teljast einkennilegt, að grípa skuli verða til lagaákvaða, ef einn maður kemur með uppástungu og verður ekki ofan á, enda þótt 14 séu í móti. Hæstv. ráðh. gerir þá lítið úr lýðræðinu, ef hann viðurkennir, að svona megi grípa fram fyrir hendurnar á fjöldanum, og það í jafnþýðingarmiklu máli. Það kemur t. d. ekki fyrir nema í örfáum málum, að samkomulag verði hér á þingi, og verður meiri hl. jafnan að ráða. Ef þvinga á mikinn meiri hl. til að beygja sig fyrir till. minni hl., þá verður aldrei náð neinu samkomulagi.