09.05.1936
Sameinað þing: 22. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1447 í B-deild Alþingistíðinda. (2083)

Afgreiðsla þingmála

*Jakob Möller:

Hæstv. forseti ruglar saman lögunum og sinni skoðun, því þó að úrskurðir forseta séu mikils virði, þá gilda þeir ekki, ef þeir eru í ósamræmi við lögin. Úrskurður hæstv. forseta í þessu tilfelli var tvímælalaust rangur. Það er ljóst, að skilyrði þessarar málsgr. 44. gr. er ekki fullnægt, því það var ekki meiri hluti atkvæðisherra fundarmanna, sem greiddi atkv. með till. Það var minni hluti atkvæðisbærra fundarmanna, svo að till. hefir ekki fengið nægilegt atkvæðamagn.

Hæstv. forset. ruglar því saman ef til vill, að eftir núgildandi þingsköpum er tekið svo til orða, að þeir, sem ekki greiða atkv. við nafnakall skuli taldir hafa tekið þátt í atkvgr., en þar með er auðvitað ekki sagt, að þeir skuli teljast til meiri hlutans.

Það er líka ljóst, eins og ég benti á, að með því að fella, niður síðari málsl. 47. gr. þingskapanna, sem er alveg shlj. að efni til, þá hefir höfundi þeirra lagabreyt., sem gerðar voru á þessu þingi, verið það ljóst, hvað í þessu fólst. En ef hinsvegar á að leggja þá meiningu í úrskurð hæstv. forseta, að hann muni hafa talið þá, sem ekki greiddu atkv., óatkvæðisbæra, þá er það líka rangt, því um það hefir ekkert komið fram. Til þess að úrskurða það þurfti hæstv. forseti að krefja þessa þm. skýringa á því, hvers vegna þeir greiddu ekki atkv., og skera úr um það, hvort þeir hefðu lögmætar ástæður eða ekki. En það gerði hann ekki. Það er þess vegna ekki upplýst annað en að þeir hafi verið atkvæðisbærir, en ekki notað atkvæðisrétt sinn, og því er það tvímælalaust rétt, sem ég sagði, að þessi samþykkt er ólögleg.