30.03.1936
Sameinað þing: 8. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1453 í B-deild Alþingistíðinda. (2102)

500 ára afmæli sænska ríkisþingsins

forseti (JBald):

Háttvirtum þingmönnum er hér með tilkynnt, að í skrifstofu Alþingis verður til sýnis næstu daga:

l. Frumrit á pappír með öllum litum af ávarpi því, er Alþingi sendi á bókfelli til sænska ríkisþingsins á 500 ára afmæli þess á síðastliðnu vori, skrautritað af Tryggva Magnússyni málara.

2. Nokkrar ljósmyndir af ávarpinu.

3. Ljósmynd af Þingvallamynd Ásgríms Jónssonar, sem send var ríkisþingi Svía að gjöf frá Alþingi við sama tækifæri, í umgerð Ríkarðs Jónssonar.

4. Gullpeningur sá, er sænska ríkisþingið sendi Alþingi í tilefni af afmælinu.

Peningurinn er úr sænsku gulli frá Boliden.