08.04.1936
Neðri deild: 47. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 227 í C-deild Alþingistíðinda. (2447)

52. mál, skipun prestakalla

Gísli Sveinsson:

Herra forseti. Það hefir undrað mig, svo sem við mátti búast, að hv. meiri hl. n. hefir ekki viljað bera fram þær brtt., sem þó hefðu mátt vera til bóta við frv., og get ég þá lýst því yfir, að hv. minni hl. ber fram brtt., sem nokkuð bæta úr, og hefði hv. meiri hl. vel mátt hallast að þeim. Það ber ekki að skilja þetta svo, að ég sé sammála hv. minni hl. Ég er ósamþykkur öllum þeim brtt. og tel eftir þeim skilríkjum, sem fyrir liggja og kunnug eru, að það sé til óheilla að gera nokkra breyt., en þótt ég sé á móti öllum breyt. og telji þær neyðarúrræði, þá er þó betra að veifa þeim lagfæringartill., sem hv. minni hl. hefir gert, heldur en engu. En viðvíkjandi þeim rökstuðningi hv. meiri hl., sem fram hefir komið við umr., skal ég geta þess, að hann hefir sízt orðið til þess að sannfæra mig eða aðra um réttmæti málsins.

Ég var ekki viðstaddur nú, þegar hv. frsm. meiri hl. talaði, en ræða hans hefir væntanlega verið stutt og hann að mestu vísað til þess, sem hann hefir áður sagt, en mér hefir þó verið sagt, að hann hafi látið í ljós, að hann efaðist mjög um, að þjóðin væri á móti prestafækkun, og að hann teldi það ekki aðeins ósannað mál, heldur ósatt mál, sem ég hefði borið fram, að þetta hefði greinilega komið fram hjá þjóðinni. En hér liggja fyrir sannanir um það, að a. m. k. sá hluti þjóðarinnar, sem lætur sig trúarlíf nokkru skipta, vill ekki, að prestum sé fækkað frá því, sem nú er. Í söfnuðum víðsvegar úti um land hafa verið haldnir mótmælafundir, og frá þessum söfnuðum hafa Alþingi borizt bréf og á skoranir um að fækka ekki prestum. Sá hluti þjóðarinnar, sem á þennan hátt hefir látið til sín heyra, er ekki minni en það, að 6 þús. kjósendur hafa skrifað undir þessi mótmælaskjöl. Það út af fyrir sig mun vera einstakt í sögu vorri, að 6 þús. kjósendur taki sig til og skrifi slíka áskorun til Alþingis, og virðist það vera fullframbærileg rök um vilja almenningsins í landinu. Þætti mér fróðlegt, ef nokkur kynni að nefna annað skjal með svo mörgum undirskriftum, sem borið hefði verið fram fyrir Alþingi. Ég bygg það sízt ofmælt, að þetta sé það langnafnaflesta bréf, sem Alþingi hefir borizt. Auk þessa hafa svo söfnuðirnir úti um héruð landsins látið til sín taka með þeim fundum, sem haldnir hafa verið í fjölmörgum sóknum, og allar þær ályktanir, sem þar hafa verið gerðar, eru á sömu lund. Þessar sóknir, sem þannig hafa látið vilja sinn í ljós, eru um 120. Hér er því einnig um einstaki atriði í sögu vorri að ræða, að svo glögglega skuli koma í ljós vilji landsmanna allra sem hann hefir gert í þessu máli á þessum fundum. Nú er það eigi svo, að Alþingi hafi sent út áskoranir til fólks um að gefa upp álit sitt á málinu, heldur er þetta upp tekið vegna þess, að söfnuðirnir hafa séð, að með frv. því, sem hér liggur fyrir, var gengið á rétt þeirra. Þess vegna tel ég það alveg einstakt, að svo skýrar raddir skuli koma fram um málið, og finnst mér, að það beri að taka öfugt til orða við það sem hv. 1. þm. Árn. gerði, og það beri að undrast þann áhuga fyrir málefninu, sem kemur fram í þessum kröftugu mótmælum.

Því hefir verið haldið fram af hv. frsm. meiri hl., að það mundu vera prestar landsins, sem hefðu safnað saman þessum mótmælum, og þess vegna væri lítið mark takandi á þeim, en prestarnir smöluðu atkv. og nöfnum til mótmæla, vegna þess að þeir væru að vernda sinn hag og vildu ekki sameininguna. Nú er mér það kunnugt, eins og ég hefi áður tekið fram, að prestarnir hafa lítið skipt sér af þessu, en þó nokkuð á héraðsfundum, en það er vitað, að þeir eru líka eindregið á móti breyt. En ef það væri nú rétt, að þeir hefðu beitt sér fyrir þessum mótmælum, — er það þá ekki full sönnun þess, að þeir sjá, að hvorki þeirra hagur sé svo bættur sem hv. frsm. er alltaf að stagast á, að til sé ætlazt, né að kirkju- og trúarlíf muni aukast? Prestar sjá það, að engar þessar umbætur muni fást með breyt., og eru það enn ný rök fyrir því, sem menn telja, að þessar breyt. muni ekki verða til neins góðs, heldur til ills eins. Og hvað á þá að gera?

Þótt mþn. hafi setið á rökstólum og komizt að þessari niðurstöðu, utangarna og algerlega út í veður og vind, án þess að hún hafi nokkra rótfestu í föstum jarðvegi, þá er vitanlega rétt af Alþingi að gefa sér tóm til að átta sig á því, hvort till. n. eigi sér nokkra stoð, eða þá góða stoð, og ég hygg, að þær raddir, sem fram hafa komið, sanni það, að þessar till. eiga sér enga góða stoð. Það hefir komið fram bæði á fjölsóttum kirkjumálatundum hér og á prestastefnu, að sú ætti að veru stefnan að sameina það eitt, sem kröfur koma fram um, að þurfi að sameina, en semja ekki heildarlöggjöf um sameiningu prestakalla, heldur verði þau sameinuð eftir hendinni, jafnóðum og kröfur koma um það frá hlutaðeigandi aðiljum og þær kröfur ná samþykki. Það rekur engin nauður til þess að taka málið þessum tökum sem hér er gert, og það getur ekki orðið til góðs, heldur hlýtur að verða til ills, þegar of mörgum prestaköllum er skipað saman, og hlýtur að verða til þess að draga úr kirkju- og trúarlífi.

Það, sem ég er mest hissa á, er, að hv. 1. þm. Árn. skuli segja, að þetta verði ekki eingöngu til þess að bæta hag prestanna, heldur einnig til þess að glæða og efla kirkju- og trúarlíf í landinu. Það sjá allir, að getur ekki orðið til þess að efla og græða trúarlífið, að gera prestum ógerlegt að rækja starf sitt. Allt, sem lífrænt er, þarfnast ræktunar, ef það á að blómgast, og kirkju- og trúarlíf er engin undantekning frá þeirri reglu; það þarf eftirlit, umönnun og ræktun, ef það á að haldast blómlegt og með eðlilegum hætti. En þá er spurningin sú, hvort það eigi að glæða kirkju- og trúarlíf í landinu. Ég held því fram, að það eigi að gera, og hv. l. þm. Árn. vill ekki neita því. og eins og ég sagði áðan, heldur hann því fram, að þessar breyt. miði að því. eða eigi að miða að því, að glæða kirkju- og trúarlíf landsmanna. En það er sýnt, að þessar breyt. stefna algerlega í gagnstæða átt, og í stað þess að stefna til aukinnar ræktunar, stefna þær til vanhirðingar. Við þessar breyt. mundi mjög fækka kirkjulegum athöfnum hér í landi, og dreifist, þá áhugi fólks frá þeim málum til annara óskyldra málefna, og verður það, eða getur orðið að lokum til þess að eyðileggja hér allt trúar- og kirkjulíf á vissu stigi, og er þá sennilega að því komið, sem nokkrir menn vilja. En ég fullyrði það, og hefi fært rök að því, að það er í fullri óþökk alls þorra þjóðarinnar. Ég vil í þessu sambandi spyrja hv. meiri hl. n. þessarar spurningar, og þar með beina orðum mínum einnig til hv. dm.: — Vill hv. meiri hl. ganga að því að spyrja fulltrúana í öllu þingi að því, hvað þeir vilji leggja til hver um sig í sínu héraði og gagnvart kjósendum sínum og svara þar fyrir upp á eigin ábyrgð? Hv. 1. þm. Árn. tekur sér það ef til vill létt að svara fyrir Barðaströnd eða Langanes upp á sitt einsdæmi, en þar er hann ekki á réttum vettvangi. Úr því að ekki hefir fengizt að spyrja þjóðina sjálfa, þá væri mjög fróðlegt að heyra, hvað hver fulltrúi fyrir sig vill standa við frammi fyrir kjósendum sínum.

Eins og málið horfir nú við, er bezt, að því sé frestað, því að það er sýnilegt af afstöðu n. og öðrum rökum, sem fram hafa komið, að ekki er tímabært að samþ. þær till., sem fram eru komnar. Mín till. er því sú, að málinu sé nú frestað og ekki gengið til atkv. um það, m. a. með það fyrir augum að leitu skrifl. umsagna fulltrúa þjóðarinnar hér á þingi um það, hvað þeir vilja standa við hver í sínu kjördæmi og frammi fyrir kjósendum sínum. Nú er það að vísu engan veginu svo, að þetta fullnægi mér, því að ég tel, að hvað sem fulltrúarnir segi, þá sé það í raun og veru sjálfsögð skylda að fara eftir vilja safnaðanna sjálfra. En þetta væri þó vænt spor í rétta átt. Ég álít það sjálfsagt, að hv. meiri hl. n. verði vel við þessari till. og beiti sér fyrir því, að frv. fari ekki til atkv., þar sem sýnt er, að það er ótímabært og að þeir, sem greiða atkv. með því, gera það meira og minna ófúsir.