05.03.1936
Efri deild: 16. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 379 í B-deild Alþingistíðinda. (339)

10. mál, útflutningur á kjöti

Þorsteinn Briem:

Ég vil aðeins skjóta því til landbn., hvort hún telji ástæðu til, eins og nú horfir við, að framlengja þessi l. til eins og eins árs í senn. Það má búast við, að þessi saga endurtaki sig hvert þingið eftir annað. Vildi ég því beina því til landbn. að athuga, hvort ekki væri rétt að breyta frv. á þann veg, að meðan þær takmarkanir eru á freðkjöti til Englands, sem nú eru, þá skuli l. þess vera í gildi.