10.03.1936
Efri deild: 20. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 418 í B-deild Alþingistíðinda. (432)

50. mál, eftirlit með útlendingum

Magnús Guðmundsson:

Ég vil leiðrétta það, sem ráðh. sagði enn, er hann kemst að niðurstöðu um, að orðið „vegabréf“ sé fellt burtu í till. n. í þeim tilgangi að firra sig ábyrgð. Tilgangurinn með brtt. er, eins og ég hefi margtekið fram, að láta ráðh. frjálst eða gefa honum í sjálfsvald, hvort heimta skuli vegabréf eða ekki. Að öðru leyti skal ég ekki ræða þetta atriði.

Ég vil segja hv. 1. þm. Reykv., að það virðast vera fullar líkur til, að hann geti fengið það vegabréf, sem honum þykir svo gott að hafa, en ég hefi rekið mig á ýms óþægindi, sem fylgja því að hafa vegabréf, m. a. og e. t. v. einkum þau, að sífellt þarf að fá þau endurnýjuð. En af hverju skyldi vegabréf hafa verið fellt niður með samningum milli Norðurlanda, ef vegabréfsskyldan þætti ekki valda óþægindum?