12.03.1936
Efri deild: 22. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 418 í B-deild Alþingistíðinda. (437)

50. mál, eftirlit með útlendingum

Magnús Guðmundsson:

Eins og háttv. dm. muna, varð nokkur ágreiningur við 2. umr. þessa máls hér í d. um vegabréfin. Var því haldið fram af hálfu hæstv. forsrh. og fleiri hv. þm., að vafasamt væri, hvort hægt væri að fyrirskipa, að ferðamenn hefðu vegbréf, ef orðið „vegabréf“ væri strikað út úr 2. gr. frv., eins og gert var. Til þess að ráða bót á þessu, þá hefir allshn. komið fram með brtt. á þskj. 140, þar sem það er tekið fram, að ráðh. sé heimilt að ákveða, hvort og hvenær ferðamenn skuli hafa vegabréf. N. væntir þess fastlega, að allir hv. dm. geti sætt sig við brtt. þessa og samþ. hana.