16.04.1937
Neðri deild: 40. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 426 í B-deild Alþingistíðinda. (1081)

100. mál, fasteignaveðslán

*Frsm. (Sigfús Jónsson):

Um þetta mál var enginn ágreiningur í fjhn. Öll n. var sammála um, að frv. yrði samþ., þó með smábreyt., sem sumpart eru orðabreyt. — Fyrsta breyt. er aðeins orðabreyt. Önnur breyt. er mjög lítil efnisbreyt., og þriðja breyt., við 4. gr. frv., er viðauki við það, sem í frv. felst.

Þessar breyt. hafa verið bornar undir flm. frv., og eftir því sem ég bezt veit, eru þeir þeim samþ. sömuleiðis var málið sent stj. Landsbankans til umsagnar, og hún hefir látið uppi, að hún sé frv. samþ. með þeim breyt., sem hér er farið fram á. Ég geri því ráð fyrir, að enginn ágreiningur verði um frv. í hv. d. og að það fái fljóta og góða afgreiðslu.