16.04.1937
Neðri deild: 40. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 559 í C-deild Alþingistíðinda. (1832)

93. mál, hraðfrysting fisks

Jónas Guðmundsson:

Ég skal vera stuttorður, því að ég mun minnast á þetta frv. sérstaklega í umr., sem fram eiga að fara í kvöld um frv. á þskj. 151, sem ég er meðflm. að. Ég vil þó segja það, að ég álit, að á þessu frv., sem hér liggur fyrir, séu svo miklir gallar, að það sé ekki hægt að samþ. það óbreytt. Það hafa t. d. ekki enn komið fram neinar till. um, hvernig afla skuli þess fjár, sem þarf til þessara framkvæmda, og það er heldur ekki veitt heimild til þess að taka lán til þeirra. En það sjá allir, að fyrsta og sjálfsagðasta skilyrði til þess, að I. geti orðið að verulegu gagni, er, að ríkisstj. hafi rétt eða a. m. k. heimild til að útvega fé til þess að leggja í þetta. Það er ýmislegt fleira, sem ég hefi við frv. að athuga, en ég vil minna á það síðar. En ef frv. fer til 3. umr., sem ég skal stuðla að, mun ég flytja við það brtt., um að gera ráðstafanir til þess að bæta úr þessum aðalágalla frv., sem ég tel vera.