17.04.1937
Efri deild: 43. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 777 í C-deild Alþingistíðinda. (2106)

69. mál, tekjur bæjar- og sveitarfélaga

Magnús Guðmundsson:

Fyrir nokkrum dögum gerði hv. 1. þm. Eyf. fyrirspurn um það, hvað liði frv., er hann flutti á öndverðu þingi um tekjustofna fyrir bæjar- og sveitarsjóði. Forseti skoraði þá þegar á n., sem hafði málið til meðferðar, að flýta því, og nú hefir hún skilað áliti sínu fyrir nokkru. Ég vildi því spyrjast fyrir um það, hvort hæstv. forseti muni ekki sjá sér fært að taka málið á dagskrá nú sem fyrst. Þetta er mikið nauðsynjamál, og ég hefði haldið, að það mætti koma því fram, eða a. m. k. út úr deildinni, ef það væri tekið á dagskrá strax.