05.04.1937
Efri deild: 32. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 822 í C-deild Alþingistíðinda. (2181)

96. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Jón Baldvinsson:

Mér virðist, að umr. um þetta mál hafi snúizt á þann veg, að ástæða sé til, að hæstv. atvmrh. geti átt kost á að taka þátt í þeim. Á hann hafa t. d. verið bornar ýmsar sakir, sem ég tel óforsvaranlegt, að hann fái ekki tækifæri til þess að svara. Þó að hann sé lasinn í dag og geti þess vegna ekki mætt í þinginu, má vænta, að hann geti a. m. k. verið orðinn það heill á miðvikudag, að hann geti mætt. — Þá er það og, að ýmsir þm. eru búnir að binda sig við fundi í eftirmiðdag, svo að þeir geta ekki mætt aftur kl. 5. Er því m. a. af þeim ástæðum nauðsynlegt að taka málið út af dagskrá nú. Ég vil því af þeim ástæðum, sem ég hefi tekið fram, mælast mjög eindregið til þess við hæstv. forseta, að hann fresti umr. um þetta mál til næstkomandi miðvikudags, því að á mörgum er fundur í sameinuðu þingi.