01.03.1937
Sameinað þing: 4. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í D-deild Alþingistíðinda. (2370)

45. mál, sjávarágangur í Vestmannaeyjum

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Það er að sjálfsögðu alveg rétt, að athuganir og undirbúningur þýðir lítið, ef ekkert er framkæmt. Hitt má þó ekki verða, að lagt sé í framkvæmdir án þess að rannsakað sé, hvað gera skuli, og ég álít þó sjálfsagt, að vitamálaskrifstofunni sé falið þó rannsaka málið. Ég hefi hugsað mér, að gerð verði lausleg áætlun um eina eða fleiri leiðir, og svo rannsakað, hver heppilegust yrði. En að sjálfsögðu er engin tilhneiging hjá stj. til að fleygja fé í þetta að óþörfu, svo að ég hygg, að hv. þm. þurfi ekki að óttast, að lagt verði þarna í dýrar framkvæmdir, ef ódýrari framkvæmdir koma að sama gagni.

Hv. flm. gat þess, að hann mundi sjá svo um, að álit vitamálastjóra yrði gert heyrum kunnugt í Vestmannaeyjum. Ég skal ekkert ræða um það, hvor aðferðin sé heppilegri, en bíða, þar til till. koma frá sérfróðum mönnum.