19.04.1937
Sameinað þing: 12. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 102 í D-deild Alþingistíðinda. (2473)

85. mál, milliþinganefnd í bankalöggjöf o. fl.

*Frsm. meiri hl. (Bernharð Stefánsson):

Ég mun nú vera búinn að tala meira en þingsköp leyfa í þessu máli. Ég þarf ekki neinu við það að bæta, nema því, að fjvn. hefir athugað till., og leggur meiri hl. n. til, að hún verði samþ. Hv. 6. landsk. skrifar þó undir nál. meiri hl. með fyrirvara. — Hinsvegar hefir hv. 9. landsk. ekki getað fallizt á till., og gefur hann út sérstakt nál.

Um brtt. á þskj. 220 var gerð tilraun til að ná samkomulagi, en það náðist ekki, og hafa hinir ýmsu nm. óbundin atkv. um hana, svo og um aðrar brtt., sem fram kunna að koma.

Ég vænti þess, að þessari till. verði að lokinni umr. vísað til síðari umr.