17.04.1937
Neðri deild: 41. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í B-deild Alþingistíðinda. (341)

11. mál, alþýðutryggingar

*Frsm. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Ég vil leyfa mér að byrja á því að leiðrétta, að það er rangt nafn undir nál. Það er nafn Ólafs Thors, sem ekki á sæti í allshn., en það á auðvitað að vera Thor Thors. Þetta hefir misprentazt í nál.

Eins og nál. ber með sér, þá leggur n. einróma til, að frv. verði samþ., og sú grg. er færð fram í nál., að það séu litlar líkur til, að aðrar breyt. á alþýðutryggingarl., sem liggja fyrir þinginu, nái fram að ganga. Hinsvegar telur n. nauðsynlegt, að þessi ákvæði, sem gefin voru út í bráðabirgðal. í samráði við alla þingflokka, nái staðfestu hér á Alþingi, þar sem um nokkra leiðréttingu er að ræða í sambandi við úthlutun ellilauna. N. leggur því til, að frv. nái fram að ganga.