14.04.1937
Neðri deild: 38. fundur, 51. löggjafarþing.
Sjá dálk 129 í B-deild Alþingistíðinda. (380)

9. mál, fiskimálanefnd o. fl.

*Bjarni Ásgeirsson:

Ég hefi leyft mér að bera fram brtt. við brtt. á þskj. 307 um það, að mótorvélskip, sem ná ákveðinni stærð, skuli í þessu falli, um úthlutun söluleyfa og gjaldeyrisleyfa, teljast til togara. Hefi ég þar í huga eitt skip, sem þannig er ástatt um, að það virðist hvergi eiga heima í skipaflokkum, hvorki sem línuveiðari eða sem togari. Þegar fiskimálanefnd úthlutar leyfum til þessa skips, þá reiknar hún það alltaf sem línuveiðara, enda þótt skipið hafi burðarmagn á við venjulegan togara, en þegar síldarútvegsnefnd úthlutar söluleyfum, þá telur hún það togara og sendir það landshornanna á milli, eftir því sem henni þykir við eiga, hvernig sem á stendur. Þannig hrekst skipið milli togara og línuveiðara, og hefir það orðið fyrir hinum mestu skakkaföllum af þessu heimilisleysi. Nú virðist það liggja nokkurnveginn í augum uppi, að skip, sem hefir burðarmagn á við venjulegan togara, eigi heima í togaraflokknum, þegar slíkum leyfum er úthlutað. Til þess að fá þessu slegið föstu, hefi ég borið fram brtt. um það, að þetta skip og önnur, sem svipað stendur á um, fái sitt ákveðna heimili, og mun ég fylgja brtt. á þskj. 307, ef þessi vatill. við hana verður samþ.