11.12.1937
Neðri deild: 47. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 1069 í B-deild Alþingistíðinda. (1423)

124. mál, alþýðutryggingar

Forseti (JörB):

Ég boðaði til þessa fundar auðvitað í því skyni, að hv. þm. mættu. En nú er auðséð, að mikið vantar á, að hv. dm. séu allir mættir, en mér er þó ekki kunnugt um forföll. Ég viðurkenni, að svo sem ástatt er um fundarsókn manna, er til lítils að halda fund og þreyta langar umr. Mun ég því slíta fundi og fresta umr., en gefa hv. 2. þm. Reykv. (JakM) orðið næst, er málið verður tekið á dagskrá.