25.10.1937
Neðri deild: 10. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 148 í C-deild Alþingistíðinda. (1868)

38. mál, vigt á síld

Flm. (Finnur Jónsson):

Eins og ég hefi þegar tekið fram, liggur fyrir álit verkfræðings um það, að vandalaust muni að koma vigtun fyrir í sjálfvirku tækjunum. Hinsvegar sé ég enga ástæðu til þess að fara að gera hv. þm. G.-K. tilboð í tæki á þessu stigi málsins. En ég skal heita honum því, að áður en skilizt verður við frv. þetta héðan á þinginu skal ég útvega honum tilboð í vigtir í sjálfvirku losunartækin hans.