16.12.1937
Neðri deild: 52. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í D-deild Alþingistíðinda. (2242)

137. mál, Háskóli Íslands

*Forseti (JörB):

Ég verð að segja hv. þm. Snæf., að þingsköpin kannast ég við og framfylgi þeim hér eftir sem hingað til í þessu máli. Ég mundi ekki hafa tekið málið á dagskrá nú gegn vilja hæstv. atvmrh. Mér skildist á honum í viðtali, að hann mundi leyfa það og taka aftur kröfu sína vegna tímaskorts þingsins og til þess að tryggja lausn málsins nú þegar. Hann og hans flokkur er eini aðilinn, sem getur stöðvað málið í dag, úr því að búið er að taka það hér fyrir. Við óskir annara, of seint fram komnar, er ég ekki bundinn. Þeim, sem vilja taka málið fyrir á laugardag, vil ég benda á, hve mörg mál biða afgreiðslu í þessari deild, enda er útvarpstímanum að kvöldinu þegar ráðstafað alla daga, sem eftir eru af þessari viku. Og menn sjá, hvernig sett er á dagana, en þinglausnir væntanlegar á mánudag.