15.11.1937
Efri deild: 27. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 331 í B-deild Alþingistíðinda. (332)

10. mál, fasteignamat

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Fjhn. flytur tvær brtt. við frv. á þskj. 122, og má segja, að þessar brtt. séu aðeins leiðréttingar. Í 5. gr. frv. 2. tölul. er ekki vísað til l. um framlag ríkisins til nýbygginga á sveitabýlum, eins og þó þyrfti að gera þar, og fer brtt. n. fram á, að þetta verði tekið upp. Síðari till. er aðeins orðalagsbreyt., um að orða skýrar niðurlag 8. gr., og skýrir það sig sjálft.

Um þær brtt., sem fyrir liggja á þskj. 121, frá hv. 1. þm. Reykv., hefir n. ekki borið sig saman síðan brtt. komu fram, en þau atriði, sem í þessum till. eru, komu til umr. í n., og tók hún sem slík ekki afstöðu til þeirra þá, og þess vegna er það aðeins einn mn., sem flytur þessar till. Út af 2. brtt. á þessu þskj. vil ég nú þegar taka fram, þótt flm. till. sé ekki búinn að gera grein fyrir þeim, að mér sýnist, að það muni auðvelt að ná því sama, sem flm. mun ætla sér að ná, sem sé því, að það sé ekki sami maðurinn, sem framkvæmir matið og síðan leggur dóm á það, ef matinu er áfrýjað. Ég álít að þessu megi ná, þótt frv. sé ekki breytt, þannig, að það yrði varaformaður yfirmatsnefndar, sem tæki sæti í beinni, ef það kæmi fyrir, að mati í Reykjavík væri áfrýjað til yfirmatsnefndar milli aðalmata.