13.12.1937
Efri deild: 48. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 399 í B-deild Alþingistíðinda. (491)

107. mál, fiskimálanefnd o. fl.

*Jóhann Jósefsson:

Ég vil láta þess getið fyrir mitt leyti, sem sennilega hefði orðið minni hl. sjútvn. í þessu máli, en er í bili eiginlega ekki neitt, að mál þetta var afgr. á aukafundi í sjútvn., sem mér var ekki boðaður. Mér gafst þess vegna ekki tækifæri eða tími til að ræða við meðnm. mína um þær breyt., sem ég hefði kosið á frv. Að öðru leyti get ég látið frekari umr. um málið bíða 3. umr. Ég vildi aðeins geta þessa, að mér var ókunnugt um afgreiðslu málsins í n., og skil ég eiginlega ekki í því, að meiri hl. skyldi ekki þykja viðkunnanlegra, að minni hl. n. væri viðstaddur afgreiðsluna, þó ég hinsvegar skilji, að meiri hl. þætti þessi afgreiðsla á vissan hátt heppilegri.