20.04.1938
Efri deild: 50. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 743 í B-deild Alþingistíðinda. (1112)

88. mál, þilplötur o. fl. úr torfi

Bjarni Snæbjörnsson:

Eins og getið var um í nál. um þetta mál, þótti mér fulllangt gengið að veita þetta einkaleyfi til 20 ára. Það mun ekki vera vani að veita slík einkaleyfi nema til 10 ára í hæsta lagi, en þar sem það kom fram í n., og ég hefi enda kynnt mér það síðar, að leggja verður í mikinn kostnað í sambandi við þetta einkaleyfi, vélakaup o. fl., fannst mér sanngjarnt að taka tillit til þess, og hefi ég því lagt til, að 15 ár komi í stað 20 ára. Það er óhæfilegt. að Alþ. veiti svo langan leyfistíma og farið er fram á, enda er hægurinn hjá að framlengja þetta, ef það kæmi í ljós, að þess þyrfti. Ég vænti, að hv. þm. geti samþ. þessa till.