26.04.1938
Neðri deild: 54. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 849 í B-deild Alþingistíðinda. (1327)

95. mál, stéttarfélög og vinnudeilur

*Héðinn Valdimarsson:

Það er nú auðséð á öllu. að það er ætlazt til, að þetta frv. verði samþ. með þeim brtt., sem n. hefir komið sér saman um, og þær eru ákaflega lítilvægar, og í sjálfu sér ekki nema orðabreytingar, og mun ég ekki fara neitt sérstaklega orðum um þær. Það virðist þannig, að að frv. standi nú, eins og það liggur fyrir, Framsfl., Sjálfstfl. og þingflokkur Alþfl., og þeir séu nokkurnveginn ánægðir með það. Hv. þm. N.-Ísf. segir að vísu, að hann hefði óskað að gera nokkrar breyt. á því, er gengi lengra til móts við óskir verkalýðsins, en hann getur ekki um það, hverjar þær væru. Hann getur aðeins um þá miklu hættu. ef frv. yrði ekki samþ. eins og það liggur fyrir nú, vegna þess að þá myndu verða samþ. stórhættulegar breyt., sem kæmu frá sjálfstæðismönnum, og framsóknarmenn myndu þá fallasi á þær. Það er ekkert, sem liggur fyrir um það, þótt að vísu liggi fyrir nokkrar brtt. frá sjálfstæðismönnum, sem maður gæti sagt, að væru til hins verra. Ég kem kannske lengra út í það. þegar þeir hafa lýst þeim. En það er ekki hægt að segja, að breyt. frá sjálfstæðismönnum séu stórvægilegar. Í öllum aðalatriðum fallast þeir á þetta frv. og fagna komu þess. Virðist svo sem komið sé á milli þeirra manna, sem hafa verið í nefndinni,og þeirra, sem á bak við þá standa, einskonar andlegt bræðralag. Það er nú samt mjög fjarri því, að verkalýðsfélögin í landinu líti á þetta mái á þann hátt, og mér þykir mjög leitt, að hv. þm. 1.-Ísf. skyldi taka þessa afstöðu, sem ómögulegt er að segja annað um en að sé gerð á móti meiri hluta verkalýðsins í landinu. Það eru að vísu ekki öll félögin, sem hafa tekið afstöðu til málsins, en hin eru aðeins sárfá. Það eru líklega ekki nema fimm félög, sem hafa óskað eftir því, að frv. yrði samþ. eins og það liggur fyrir með þeim orðabreytingum, sem n. ber fram. Hin félögin hafa öll komið með sterkar óskir um breyt. á frv., sem ganga misjafnlega langt, en flestallar mjög fjarri því, sem frv. er nú. Ef maður tekur nú þann fjölda manna, sem í félögunum er, þá er óhætt að segja það, að einmitt stærstu félögin og öflugustu og sem mest nota sín samtök og hafa þurft að nota, og ná til flestra af verkalýðnum í landinn, þau hafa verið ákveðin í að mótmæla löggjöfinni eins og hún liggur fyrir. Svo að það er gefið, að verði hún samþ., þá er það gert þvert ofan í vilja verkalýðsstéttarinnar í þessu landi, og þvert ofan í þá stefnu, sem annars er uppi hjá öllum þessum flokkum um það, að þingið ætti sem minnst að ganga á móti einstökum stéttum, heldur láta þær sem mest sjálfráðar um sín nauðsynjamál. Þeirri stefnu hefir verið haldið fram bæði um sjávarútveg og útgerðarmenn. Ég vil aðeins minnast á Sölusambandið og fleira, og kröfur sjálfstæðismanna hafa gengið ennþá lengra en samþ. hefir verið á þingi. Framsfl. hefir haldið þessari sömu stefnu fram, og Bændafl. mjög fram, fyrir bændastéttina, og komizt þannig áleiðis, að bændur hafa nú sín mál að mestu í eigin höndum. En þegar kemur til vinnustéttanna eða verkalýðsins, þá er sköpuð löggjöf, sem menn vita, að er í andstöðu við vilja meiri hluta þeirra, og það, sem furðulegast er, að að því skuli standa sumir af þeim mönnum, sem kosnir eru sem fulltrúar þessara stétta hér á þing. Ég vil nú vænta þess samt, að þeir muni greiða brtt. mínum atkv., en það mun sýna sig á sínum tíma. En það virðist á nál., sem hv. þm. N.-Ísf. hefir undirskrifað, að sé komið svo fyrir honum í þessu máli, að ef Framsfl. segist ekki vilja hanga lengra en þetta og þetta þá samþ. hann það með þeim flokki. Það er ekki getið um það, að hann áskilji sér rétt til að greiða atkv.. með brtt., sem kæmu fram, hvað þá heldur, að hann beri sjálfur fram brtt. Hraðinn og stefnan í þessu máli er algerlega lagt undir samstarfsflokkinn. en ekki kjósendur, sem standa að baki Alþfl. Ég hefi í þessu máli sérstöðu gagnvart þeim úr þingflokki Alþfl., sem að sjálfsögðu standa á bak við hv. þm. N.-Ísf., þar sem ég. mun standa í samræmi við mína kjósendur og verkalýðsfélögin í bænum. Ég ber brtt. fram eftir þeirra ósk, og að sjálfsögðu mun ég greiða atkv. á móti frv., ef þeir ekki samþ. það. a. m. k. í höfuðdráttum. Við 1. umr. gat ég þess, að í stórum dráttum er það skoðun manna í verkalýðsfélögunum, og sérstaklega þeirra, sem mest um þau mál sýsla, að þau réttindi, sem þessi löggjöf veitir, séu ekki ýkjamikil, því að margt af því, sem hér er tekið upp, sé heimilt samkvæmt annari löggjöf, og því óþarfi að taka það upp hér, en ýmislegt, sem tekið er hér nýtt, er þannig, að það veitir enga frekari tryggingu, heldur aðeins bending um ósk verkalýðsins í þessu efni, án þess að honum verði í raun og veru sköpuð réttindi með því. Aftur á móti eru þær skyldur, sem lagðar eru á hendur samtakanna, frá því sem nú er, mjög miklar, og þau hafa, eins og kunnugt er, þróazt eins og hver annar frjáls félagsskapur og skapa sín svið. Þær aðferðir, sem menn nota í vinnudeilum, bæði til sátta og baráttu, hafa orðið til á löngum tíma og eru viðurkenndar jafnvel þar sem engin lög eru til um slíkt. Eins er félagslífið sjálft, hvernig stéttarsamtökin hafa skapazt og byggjast upp af fólkinu sjálfu, án þess að löggjöfin hafi sett þeim skorður. En með þessari löggjöf eru settar ýmsar rammar skorður, og hvernig stéttarfélög skuli hegða sér, og er sérstaklega gengið út frá verkalýðsfélögunum, en ekki atvinnurekendafélögum, þar sem þau eru skipulögð á annað borð, og það frjálsræði, sem þau hafa til framkvæmda í sinum málum. Og þessi venjulegu lýðræðisréttindi í félagsmálum eru með þessari löggjöf tekin af, og að því leyti er þetta frv. ennþá afturhaldssamara en það frv., sem kom frá sjálfstæðismönnum á sínum tíma og Alþfl. var á móti. Þá er verkfallsrétturinn, sem á þennan sama hátt er svo takmarkaður, að það er ekki hægt að segja, eins og atvinnuvegirnir eru í landinu, með lausavinnu mestmegnis, að hann sé nokkuð svipaður því, að vera nothæfur fyrir félögin. Það er eins og þeir. sem hafa staðið að þessari löggjöf og setið í þessari nefnd, hafi hugsað sér, að þeir sætu í Danmörku eða Svíþjóð, þar sem meiri hluti þeirra manna, sem ynnu, væru fastir starfsmenn í iðnaði. Í stað þess, að hjá okkur eru ekki 10 menn af hverju 100, sem slíka atvinnu stunda, heldur eins og kunnugt er, flest af því fólki, sem við lögin búa, eru verkamenn, sem ekki vita, hvað eigi að gera næsta dag, lausavinnumenn og ennfremur sjómenn, sem ráðnir eru stuttan tíma.

Fyrir utan þetta, sem ég mun nánar koma inn á siðar, þá er ráðizt á þann rétt, sem úti í heimi þykir einn af dýrmætustu réttindum verkalýðsins, og það er, þegar verkalýðsfélögunum er bönnuð vinnustöðvun, ef hún er gerð í þeim tilgangi að hafa áhrif á ákvörðun stjórnarvalda. Þeir, sem þekkja sögu verkalýðshreyfingarinnar erlendis, og yfirleitt þá frelsishreyfingu, sem hefir verið í okkar nágrannalöndum, þeir vita, að þessi réttur hefir verið notaður hvað eftir annað, þegar mikið lá við, og hefir orðið til þess að lýðræðið og frelsið hefir náð völdum, sem ekki var kostur á annan hátt. Hinsvegar eru þess dæmi fá, að þessi réttur hafi verið misnotaður. Svo að það er ekki hægt að segja annað en það, að ef þjarmað væri svo að verkalýðnum, að hann þyrfti verulega að rísa upp, þá gæti hann það ekki á löglegan hátt, sem hann getur nú eftir gildandi lögum.

Ég mun svo snúa mér að hinum einstöku brtt. við þetta frv.

Í 3. gr. er getið um það, hvenær meðlimur stéttarfélags skuli bundinn af samþykktum félags síns, og að hann skuli yfirleitt vera bundinn af þeim. Því hefir verið haldið á lofti, að mikið væri unnið við það að fá þetta inn í löggjöfina, en ég tel, þó að það sé að vísu gott að hafa það þarna, að ekki sé neitt sérstakt gefandi fyrir það, því að meðlimir verkalýðsfélaganna eru yfirleitt allir bundnir við samþykktir félaga sinna, og ég efast ekki um, þar sem þær samþykktir eru allar lögum samkvæmt gerðar, að félögin gætu, ef út í það færi, með laganna aðstoð séð um, að þeim væri framfylgt. Enda er það ekki það, sem kvartað hefir verið yfir, að meðlimir verkalýðsfélaganna brytu samþykktir þeirra, heldur hitt, að utanfélagsmenn brytu samþykktir verkalýðsfélaganna, og að fengnir væru tiltölulega fáir menn til þess að rifa niður samtök heilla kauptúna eða kaup staða, þar sem heill fjöldi manns væri í veði. Það hafa því verið frammi kröfur um það af hálfu stéttarfélaganna að slíkt yrði ekki þolað, og hafa þau að sjálfsögðu unnið á móti þessu á margvíslegan hátt, t. d. með því að neita að vinna með mönnum, sem ekki væru í félagsskapnum, og þannig komið sem flestum inn í hann. Og víða á landinu er það svo, að allt verkafólk er í stéttarfélögunum, eins og t. d. hér í Reykjavík. — Hinsvegar hefði það verið kostur, ef sett hefði verið inn í löggjöfina, að félögin væru viðurkenndur réttur aðili, ekki aðeins fyrir meðlimi sína, heldur allar þær starfsgreinir, er þau næðu yfir, þannig að ef teknar væru ákvarðanir af félögunum um þeirra mál, þá væru allir, sem störfuðu að hlutaðeigandi starfsgrein, skyldir að lúta þeim. — Brtt. mín við 3. gr. er því á þessa leið: „Þeir, sem eru starfandi í hlutaðeigandi starfsgrein á félagssvæðinu, eru bundnir við löglega gerðar sam þykktir og samninga félagsins og stéttarsamband þess, sem það kann að vera í“.

Þá hefi ég komið með till. um nýja gr. á eftir 3. gr., sem felur í sér atriði, sem væri mjög útlátalítið fyrir atvinnurekendur, en væri hinsvegar töluverð hlunnindi fyrir verkalýðsfélögin, sem sé það, að þau gætu gengið að atvinnurekendum. Þessu hafa ýms stéttarfélög og einstakir atvinnurekendur komið á í samningum sín á milli, og ég get því ekki séð, hvað væri á móti því að samþ. það eins með lögum.

3. brtt. er aðeins til áréttingar l. brtt., um það, að stéttarfélögin séu lögformlegur samningsaðili allra þeirra, er að viðkomandi starfsgrein vinna.

Í 6. gr. er talað um skriflega samninga milli stéttarfélaga og atvinnurekenda og hver samningstími og uppsagnarfrestur skuli vera, ef hann er ekki tilgreindur. Aftur á móti er ekkert talað um það, sem mörg verkalýðsfélög hafa komið á, að hafa ákveðinn taxta, og ég get ekki annað séð en að með því að taka þetta ekki upp, sé sá réttur af félögunum tekinn. Ég kem því með brtt. um það, að taxti stéttarfélags um kaup kjör og vinnuskílmála, sem opinberlega hefir verið auglýstur eða tilkynntur atvinnurekendum, skuli gilda sem skriflegur samningur, ef atvinnurekandi hefir farið eftir honum með greiðslur eða tilhögun kjara eða vinnuskilyrði, eða ekki mótmælt honum, þegar eftir að hann hefir verið auglýstur eða tilkynntur honum. — Það hefir gengið svo til þau ár, sem ég hefi þekkt til í verkalýðshreyfingunni, að ýmist hafa ekki fengizt samningar eða ekki verið reynt til þess, en verkalýðsfélögin hafa ákveðið kaup meðlima sinna, og í raun og veru væri það ekki óeðlilegt, þó að verkalýðsfélögin gerðu kröfu til þess að ráða kaupinu, á sama hátt og aðrar stéttir hafa, a. m. k. á flestum sviðum, ráðið verði á vörum og afurðum, sem þær hafa á boðstólum. Vinnan er, ef svo mætti að orði kveða, afurðir verkamannanna, og þeir ættu því að ráða verði hennar. Það er auðvitað hægt að segja, að verkamennirnir gætu strengt bogann of hátt og heimtað of mikið, en sama er að segja um aðra, sem slíkan ákvörðunarrétt hafa, að þeir verða auðvitað að miða við það, sem getan leyfir. En hvernig sem það er, þá gengur þessi brtt. mín ekki lengra en það, að taxti, sem ekki er mótmælt eða borgað er eftir, skuli gilda sem samningur, og er þar ekki farið fram á annað en það, sem er löngu orðin venja hér á landi.

Þá er hér síðar í lögunum talað sérstaklega um þá ábyrgð, sem stéttarfélögin bera á samningsrofum, sem félagið sjálft eða trúnaðarmenn þess gerast sekir um. Nú er það þannig, eins og við vitum, að þess munu vera mjög fá dæmi, að um slíkt hafi verið að ræða í starfsemi verkalýðsfélaganna hér á landi. Það er því ekki beinlinis viðkunnanlegt að vera að setja þetta inn í löggjöf, sem svo er verið að halda fram sem sérstakri stéttaraukningu fyrir verkalýðsfélögin. Við skulum nú samt ganga inn á það, að réttmætt sé í vissum tilfellum, að félögin séu skaðabótaskyld, en þá verður a. m. k. að koma þeim ákvæðum þannig fyrir, að þau gangi ekki meir út yfir verkalýðsfélögin annarsvegar heldur en atvinnurekandur hinsvegar. Hjá verkalýðsfélögunum er það þannig, að fyrir utan félagssjóðina hafa þau ýmsa menningarsjóði, svo sem sjúkrasjóði og styrktarsjóði, til þess að styrkja menn, ef til vinnustöðvunar kemur eða í atvinnuleysi. Svipað þessu hafa atvinnurekendur yfirleitt ekki neitt. Þessir sjóðir eru ekki til þess sérstaklega að styrkja félögin í þeirra bardögum, heldur eru þeir almennir styrktar- og menningarsjóðir, og ætti það þess vegna að vera alveg sjálfsagt, að sektarákvæðin næðu ekki til þeirra. En eins og þetta er orðað hér, þá ná sektarákvæðin til allra eigna verkalýðsfélaganna og ganga þess vegna mikið meir út yfir meðlimi þeirra heldur en atvinnurekendafélögin, sem yfirleitt hafa engin menningarhlutverk með höndum. — Ég hefi því komið með brtt. um það að undanþiggja eignir í samkomuhúsum, styrktarsjóði og menningarsjóði, sem hafa sérstakar fjárreiður og ætlaðar eru í sérstökum tilgangi eftir reglugerðum, samþykktum af félaginu, en ekki er hægt að verja til almennra þarfa þess. Með þessu skilyrði er alveg tekið fyrir það, að sjóðir þessir séu notaðir til annars en almennra menningarþarfa. — Ég geri nú ráð fyrir, að það fari svo með þessa brtt., eins og aðrar, að hún verði ekki samþ., en það verður ekki hægt að skoða það öðruvísi en að mjög sé gert upp á milli stéttarfélaganna og atvinnurekenda. —

Ég kem þá að 9. gr., sem er viðvíkjandi trúnaðarmönnunum. Þar hefir verið breytt til frá því frv., sem lagt var fram af mþn. Í því var ætlazt til, að einn maður væri kosinn af stjórn stéttarfélagsins til trúnaðarmanns. Hér er þetta aftur á móti haft þannig, að atvinnurekendur geta valið á milli tveggja manna, er tilnefndir eru af stjórn stéttarfélagsins. Það er því ekki hægt að segja, að það sé skilyrðislaust sá maður, sem félagið vildi hafa, því að ef um tvo menn er að ræða, þá er mjög líklegt, að það vildi fremur annan heldur en hinn. — Ég kem því með brtt. um að koma þessu í sama horf og áður var.

Þetta ákvæði um trúnaðarmennina nær þó ekki samkv. frv. til landbúnaðarverkafólks né áhafna skips eða báta, sem ekki er skylt að lögskrá á. En ég kem með brtt. um, að það skuli ná til landbúnaðarverkafólks, þar sem 10 menn eða fleiri vinni á staðnum. Þá er þar komið stórbú, og ég sé ekki ástæðu til þess, að þótt menn vinni að jarðabótavinnu eða heyinnu, þá geti þar ekki verið um trúnaðarmenn að ræða.

Þá ber ég fram brtt. við 10. gr., og er hún aðeins fyllra orðalag og réttara kveðið á um það, að trúnaðarmaður skuli þegar í stað snúa sér til stjórnar stéttarfélagsins, ef eitthvað er að, þannig að félagsstjórnin geti jafnað það, þegar því verður við komið. Það liggur í hlutarins eðli, að trúnaðarmaðurinn á að láta félagið vita, um leið og eitthvað er að, þó að hann snúi sér til atvinnurekanda jafnframt. En það er eins og það sé einhver blendingur af þeirri skoðun í frv., að þegar einu sinni sé búið að velja trúnaðarmann, þá eigi að ganga framhjá stéttarfélögunum. En til þess að eitthvert öryggi sé fyrir trúnaðarmennina, þannig að þeir geti komið fram frjálsir og óháðir fyrir sitt félag, þá finnst mér það ekki nægjanlegt, sem hér er sagt í frv.: „Atvinnurekendum og umboðsmönnum þeirra er óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða láta þá á nokkurn annan hátt gjalda þess, að sléttarfélag hefir falið þeim að gegna trúnaðarmannsstörfum fyrir sig“. Þetta er ekki nægjanlegt öryggi. því að það er áreiðanlegt, að ef atvinnurekandi væri óánægður með trúnaðarmann, væri hann ekki svo vitlaus að segja, að hann léti hann fara vegna þess, að hann væri trúnaðarmaður stéttarfélagsins, heldur mundi hann halda því fram, að maðurinn væri ónýtur, eða að hann þyrfti að fækka mönnum í bili. Til þess að reyna að tryggja þetta, hefi ég komið með brtt. á þá leið, að „atvinnurekendum eða umboðsmönnum þeirra væri óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vinnu, svo lengi sem aðrir meðlimir stéttarfélagsins vinna að störfum þeim hjá atvinnurekendum, sem félagið nær yfir, nema trúnaðarmaður leysi starf sitt hjá atvinnurekanda svo lélega af hendi, eða gerist brotlegur í því við hann, að dómi félagsdóms, eða samþykki stjórnar stéttarfélagsins komi til“, o. s. frv., eins og er í gr. Trúnaðarmaðurinn á þannig að sitja lengst af þeim mönnum, sem yfirleitt eru í vinnu hjá atvinnurekanda við samskonar vinnu, þó með þeim undantekningum, að ef hann vinnur starf sitt ekki vel eða gerist brotlegur á einhvern hátt við atvinnurekanda, þá sé hægt að láta hann fara. — Ef þetta ákvæði verður samþ., þá hygg ég, að fengið væri nokkurn veginn öryggi fyrir trúnaðarmennina.

Þá kem ég að II. kafla frv., sem er um verkföll og verkbönn.

Við 14. gr. hefi ég ekkert að athuga. Hún mætti að vísu missa sig, því að sá réttur, sem í henni er gefinn, er bæði lögum og venjum samkvæmur.

Í 15. gr. er verkfallsrétturinn takmarkaður við allsherjaratkvgr., er standi í minnst 24 klst., og við það, að félagsstjórn hafi fengið sérstakt umboð — líka með atkvgr. til þess að taka ákvörðun um vinnustöðvun, og að hún hafi verið samþ. með 3/4 hlutum greiddra atkv. á lögmætum trúnaðarmannaráðsfundi. Viðvíkjandi þessu síðasta atriði vil ég taka það fram, að ég get ekki fallizt á, að trúnaðarmannaráðið skuli þurfa svona magnaðan meiri hluta, og að sá einfaldi meiri hluti, sem þar ríkir, fái ekki að ráða þar eins og annarsstaðar. En viðvíkjandi allsherjaratkvgr. er það að segja, að hún er seinleg og fyrirferðarmikil, eða svo hefir hún a. m. k. reynzt í stærstu félögunum hér í Reykjavik, Sjómannafélaginu og Dagsbrún. Það yrði þá a. m. k. að hafa öðruvísi fyrirkomulag á henni en það, sem verið hefir, til þess að hægt sé að ná fullkomnum árangri.

Þá er ekkert talað um það í þessu sambandi, að menn skuli upplýstir á neinn hátt um það, sem um er að ræða. En nú er það svo, eins og þessi mál hafa gengið yfirleitt hjá verkalýðsfélögunum, að það eru fundirnir. sem skapa félagslífið og móta skoðanir manna, bæði á þessum sviðum og öðrum, og hafa mest áhrif fyrir félagsskapinn til þess að þroska hann á allan hátt. En það vald, sem félagsfundirnir nú hafa, er hér af þeim tekið. Þeir hafa samkv. þessu frv. ekki rétt til þess að taka ákvarðanir um verkföll. — Ég hefi þess vegna komið með brtt. um það, að hér verði bætt inn í: „Á félagsfundi með leynilegri atkvgr., enda hafi þess verið getið í fundarboðinn, og minnst 20% atkvæðisbærra meðlima hafi mætt og meiri hluti meðlima hafi greitt vinnustöðvuninni atkv. Þá getur fjórðungur mættra meðlima krafizt um þetta almennrar leynilegrar atkvæðagreiðslu“. Lágmarkið á fundarsóknina er sett 20% atkvæðisbærra meðlima, og í hinum stærri félögum er það ekki svo litið. En til frekara öryggis, ef um mikinn ágreining er að ræða, getur fjórðungar mættra meðlima heimtað um þetta almenna leynilega atkvgr. Ef þetta er samþ., þá liggur valdið hjá félagsfundunum til þess að ákveða þessi mál, en með frv. er það burtu tekið.

Önnur brtt. við þessa sömu gr. er viðvíkjandi trúnaðarmönnunum, eins og ég gat um áðan, í stað orðanna „a. m. k. 3/4 hlutum“ komi meiri hluta.

Þá er það svo, eins og þessi mál hafa gengið fyrir sig hér á landi síðustu 30 árin, að félagsstjórnirnar hafa verið framkvæmdarvald félaganna, og í öllum minni háttar atriðum hafa þær orðið að taka til sinna ráða, eins og t. d. ef um brot á samþykktum hefir verið að ræða eða menn, sem ekki hafa viljað lúta þeim taxta., sem á staðnum var, o. þ. u. l. — En eftir þessu nýja kúgunarfrv., sem hér á að samþ., eiga félagsstjórnirnar ekki að hafa þennan rétt. Hjá Dagsbrún og öðrum stærri félögum hér er það svo, að margoft er kallað á félagsstjórnirnar, og þær koma þessum málum í samt lag. — Þetta sýnir ákaflega vel, hvað þeir menn, sem um þessi mál hafa fjallað, þekkja lítið út í þau eða, hvað þeir hafa verið lítið velviljaðir þessum félagsskap. — Ég kem þess vegna með brtt. um það, að félagsstjórn taki ákvörðun um þessa hluti, „ef aðeins er um að ræða að halda í gildi óbreyttum venjum félagsins og samþykktum um kaup, kjör og vinnuskilyrði, sem haldnar hafa yfirleitt verið af atvinnurekendum á staðnum, eða innheimtu vangreidds kaupgjalds, eða að vinna ekki í starfsgreininni með mönnum, sem ekki eru meðlimir hlutaðeigandi stéttarfélags, svo og ef um lausavinnu er að ræða, sem samningar hafa ekki náð til og hætta á, að mundi ljúkast áður en á annan hátt fengist ákvörðun um vinnustöðvun“.

Þó er ég ekki viss um, að með þessari gr. séu talin þau mörgu atriði, sem félagsstjórnirnar láta til sín taka í þessum efnum. Það er áreiðanlegt, eins og þessum málum er stjórnað hér á landi, að ein félagsstjórn fer ekki út í annað en það, sem hún þykist viss um, að félagið allt standi á bak við sig um, enda mundi því ekki vera vel tekið af þeim mönnum, sem í félaginu eru. —

Þá er það viðvíkjandi 16. gr. frv. — Ég tók það fram við 1. umr., að mér finnast í sjálfu sér 7 dagar ekki vera langur fyrirvari um venjulega vinnustöðvun, ef um samninga er að ræða. En eins og þetta er orðað hér, virðist þetta gilda um margt fleira, því að í gr. stendur: „knýja fram breytingu eða ákvörðun um kaup og kjör“. En það eru, a. m. k. í stærri bæjunum. oft á ári gerðar nýjar ákvarðanir um kaup og kjör viðríkjandi nýjum atvinnugreinum og hinu og þessu, sem fyrir kemur, og það getur verið svo aðkallandi, að ekki þoli neinn 7 daga fyrirvara, fyrir utan allsherjaratkvgr., um það, hvort vinnustöðvun skuli hefja. Ég vildi þess vegna orða greinina svo. að það væri enginn vafi á þessu, þannig: „Ákvörðun um vinnustöðvun, sem hefja á í þeim tilgangi að knýja fram breytingu á samningi, eða ákvörðun um kaup og kjör, þegar samningar eða kauptaxti rennur út, ber að tilkynna sáttasemjara og þeim, sem hún beinist aðallega gegn, 7 sólarhringum áður en tilætlunin er, að hún hefjist“.

Þá kem ég með brtt. við 17. gr. í samræmi við það, sem reynslan hefir sýnt, að þarf að vera. Á ég þar við Sogsvinnuna á sínum tíma, ef þannig er um skýlaus brot að ræða gegn ákvæðum samnings. En ef ætti að fara þá leið, að láta gerðardóm dæma um þesskonar, tæki það of langan tíma.

Í 17. gr., 2. tölul., er þessi gr., sem ég minntist á áðan um það. er tilgangur vinnustöðvunar er að þvinga stjórnarvöldin til að framkvæma athafnir, sem lögum samkvæmt ber ekki að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma. Ég veit ekki til, að ákvæði þessu lík séu um neina aðra stétt en verkafólkið. Ég sé ekki, hvaða ástæða er til þess að hafa slík sérlög einmitt viðvíkjandi verkafólki. Ég hefi getið um það áður, að þessi réttur er talinn einn hinn dýrmætasti hjá stéttarfélögum, þó að hann sé litið notaður. Ég legg til, að þessi liður fa11i algerlega burt.

12. brtt. mín er við 18. gr., en það er prentvilla í þskj., þar stendur: „Við 19. gr.“ Þessi brtt. er í samræmi við þá brtt., sem ég áður kom fram með, um að stéttarfélög eigi að ná yfir alla menn í starfsgreininni. Það væri að vísu nokkur vinningur fyrir stéttarfélög að fá það lögfest, sem hér stendur í frv., en þó tiltölulega lítils virði, því að þar er talað um aðilja, sem gert er ráð fyrir, að séu í verklýðsfélagi, sem sagt er hér í frv., að megi ekki nota aðstoð þeirra til þess að afstýra vinnustöðvun, sem sé löglega hafin.

Ég vil geta þess, að á þskj. 250 kem ég með brtt., sem er við mína eigin brtt. Það er aðeins orðamunur; þar er gerð till. um greinilegra orðalag á því, sem ég gerði till. um í fyrri brtt., og annað ekki.

Við 30. gr. hefi ég komið með nokkrar brtt. til þess að skýra hana betur. Að vísu sagði einn maður mér, sem var í mþn., sem um þetta mál fjallaði, að það bæri að skilja þessi atriði eins og í mínni brtt. getur. Ef svo er, er ekki mundi að samþ. þessa brtt. En eins og orðalagið er þarna í frv., leikur nokkur vafi á því, hvað meint er. Í 1. málslið 2. málsgr. 30. gr. frv. stendur, að sáttasemjari skuli ákveða í „samráði við“ fulltrúa aðiljanna, hvenær og hvernig atkvgr. um till. skuli fara fram. En ég vil, að hann ráði ekki einn því, heldur sé það alveg skýrt tekið fram í l., að sáttasemjari ákveði slíkt „ásamt fulltrúum“ aðiljanna. — Þá er ekki getið um í frv., hvernig atkvgr., sem um ræðir í 30. gr., skuli fara fram. Ég kem með brtt. um þetta, að atkvgr. skuli fara fram á félagsfundi eða með almennri atkvæðagreiðslu í félaginu. er taki minnst 24 stundir, þannig að hver meðlimur hafi þar sinn rétt. — C-liður er um það, að samkomulag verði milli sáttasemjara og aðilja um að láta atkvgr. eingöngu taka til tiltekinnar deildar eða starfsgreinar. — Þá stendur hér í frv., að miðlunartill. megi ekki birta án samþykkis sáttasemjara, fyrr en báðir aðiljar hafi sent svör sín. Þar finnst mér rétt, að miðlunartill. megi birta, nema sáttasemjari og báðir deiluaðiljar samþykki að halda henni leyndri fyrir almenning, þar til báðir þessir aðiljar hafa sent svör sín, og er e-liður þessarar brtt. mínnar um þetta. Ef þessi ákvæði eru höfð í l., er ástæða til að ætla, að sáttasemjari mundi ekki birta aðrar till. en þær, sem hann vildi standa við sem endanlegar till. og mundu ná samþykki almennings og þykja réttlátar.

Þá hefi ég lagt til, að bætt verði við 31. gr. frv. orðunum: „og neyti atkvæðisréttar sins.“ Ef samþ. verða ákvæðin, sem síðar eru í frv., um aukinn meiri hl. við atkvgr., þá er nokkuð mikils virði, að allir greiði atkv. En hætta er á því, að aðiljar, sérstaklega atvinnurekendur, vildu draga úr því, að allir aðiljar greiddu atkv. Er þetta tilraun til að koma í veg fyrir það.

Í 32. gr. skýtur aftur upp þessari kenningu þeirra, sem samið hafa þetta frv., og allshn. virðist vera ánægð með, að taka ekki gildan einfaldan meiri hl. við atkvgr., heldur láta þurfa að koma fram aukinn meiri hl. atkv. með till. til þess að hún teljist samþ. Eftir 3. málsgr. þessarar 32. gr. frv. á það að vera svo, að í félagi, sem hefir t. d. tvö þúsund meðlimi, þá væri það svo, að þó að upp undir 400 félagsmenn, sem mættir væru á lögmætum fundi, greiddu allir atkv. á móti till. sáttasemjara, þá teldist hún samt samþ. Í mörgum verklýðslögum er algengt, að ekki sé svipað því eins mikil þátttaka í atkvgr. eins og t. d. þátttaka í kosningum til Alþingis eða bæjarstjórnarkosningum. Þar er ekki notaður slíkur áróður sem í þessum síðartöldu kosningum, engir bílar til að flytja fólkið á fundarstaðinn eða neitt þess háttar, en menn, sem eru í vinnu, eiga örðugt um að mæta á fundum. Ég hefi komið með brtt. við þetta um, að ef atkvgr. fer fram á félagsfundi, þurfi 20% félagsmanna að hafa mætt þar við atkvgr. og atkvgr. þurfi að hafa verið getið í fundarboðinu. Og í samræmi við það, sem áður hefir verið komið með brtt. um af mér, geri ég till. um, að ef færri eru mættir, skuli fara fram leynileg atkvgr. í félaginu, er taki minnst 24 stundir, og að á félagsfundi geti fjórðungur mættra félagsmanna krafizt almennrar atkvgr. í félaginn um tili., er standi minnst 24 stundir. Hér er líka haldið sér að félagsfundi, að hann geti, ef hann vill, tekið afstöðu til miðlunartill. sáttasemjara, en þó sá varnagli sleginn, að ef teljandi mínni hl. óskar eftir því, þá geti hann krafizt allsherjaratkvgr. í félaginu, sem væri óþarft, ef meiri hl. félagsmanna væri ákveðinn í að samþ. miðlunartill. Miðlunartill. koma sjaldan til fyrr en komið er út í verkfall. Og félagsmenn munu álita, að sem fyrst þurfi að taka ákvörðun um þær. En með því að hafa það fyrirkomulag um atkvgr. um þetta, sem tiltekið er í frv., gæti það tekið marga daga að ljúka verkfalli, þó að allir félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi væru með því, að samþ. miðlunartill. sáttasemjara.

Þá kem ég með brtt. við 33. gr., sem aðeins er smáatriði, sem ég geri ráð fyrir, að menn geti samþ. Hún er um, að sú gr. skuli orðast svo: „Sáttasemjari getur borið fram miðlunartillögu eins oft og þurfa þykir, nema annar deiluaðili hreyfi mótmælum.“ — Hér er brtt. mín um það, að þessi viðbót verði sett við gr. „nema annar deiluaðili hreyfi mótmælum“. — En við þessa brtt. er svo brtt. frá mér á þskj. 250, að þó skuli ekki bera fram miðlunartill. oftar en tvisvar, ef annar deiluaðili hreyfir mótmælum. Það er ekkí ástæða til þess, þó að sáttasemjari kynni að vera ánægður með það, að dengja fram nýjum og nýjum miðlunartill. til þess að taka ákvarðanir um þær.

Þá hefi ég komið með brtt. við þann kafla frv., sem er um félagsdóm. og skýrt áður frá því, af hvaða ástæðum það er. Eins og nú eru ákvæði um hann í frv., skulu sitja í honum 5 menn. sem skipaðir skulu vera einn af Vinnuveitendafélagi Íslands, annar af Alþýðusambandi Íslands, þriðji af atvmrh. úr hópi þeirra manna, sem hæstiréttur tilnefnir, og tveir af hæstarétti, og sé annar þeirra sérstaklega tilnefndur til þess að vera forseti dómsins. Með þessu móti finnst mér dómurinn muni verða nokkuð einhliða, þar sem hæstiréttur einn út af fyrir sig hefir meiri hl. í dóminum. Það má náttúrlega segja, að erfitt sé að finna þennan dóm svo út, að allir verði ánægðir með hann. En a. m. k. finnst mér illa til fallið, að einn aðili skipi meiri hl. dómsins. Ég geri hér till. um þetta sem hér segir í 17. brtt. minni: „Í dóminum eiga sæti 5 menn, sem skipaðir eru til þriggja ára, þannig: einn af Vinnuveitendafélagi Íslands. annar af Alþýðusambandi Íslands, einn af þremur, sem Vinnuveitendafélag Íslands tilnefnir, en Alþýðusamband Íslands ryður tveimur þeirra, einn af þremur, sem Alþýðusamband Íslands tilnefnir, en Vinnuveitendafélag Íslands ryður tveimur þeirra, einn af hæstarétti, og sé hann forseti dómsins, nema aðrir aðiljar komi sér saman um forsetann“.

Með þessu móti eru deiluaðiljar þó í meiri hl. í dóminum. Og ákvæðið um, að rutt sé á víxl, má búast við, að geri það að verkum, að það séu ekki eins fyrirfram ákveðnir menn skipaðir í dóminn eins og annars mundi vera. Það hefði sjálfsagt ekki verið óeðlilegt að koma með brtt. um þetta í þeim tilfellum, þegar stéttarfélag er ekki í Alþýðusambandi Íslands. En ég hefi ekki komið með brtt. um það; mér fannst það standa öðrum nær en mér að gera það.

Við 65. gr. hefi ég komið með brtt., sem er aðeins samskonar brtt. eins og er komin áður, sem veit til menningarsjóðanna, að þeir séu undanþegnir sektarákvæðum, og einnig styrktarsjóðir og samkomuhús, samkvæmt 5. brtt. minni.

Þá er hér loks við 70. gr. brtt. um, að á eftir henni komi ný gr., svo hljóðandi: „Við allar atkvæðagreiðslur samkvæmt lögum þessum gildir sú regla, að enginn maður fer nema með eitt atkvæði“.

Það virðist svo sem þeir, sem samið hafa þetta frv., hafi mest lítið til þess, hvaða böndum þeir ættu að binda verkalýðinn, en mínna litið á, hvaða ástand væri hjá Vinnuveitendafélaginu. Hjá Vinnuveitendafélaginu hér er atkvgr. hagað þannig, að greitt er atkv. eftir þeim vinnulaunum, sem atvinnurekendur greiða. Þar ráða krónurnar, en ekki persónurnar. Ég hefi komið hér með brtt., sem veit til þess, að atkvæðisrétturinn í þessum efnum sé miðaður við persónur hjá Vinnuveitendafélaginu alveg eins og hjá hinum. Ég álít, að í þessum atkvgr. eigi lýðræðisreglur að gilda, bæði um einfaldan meiri hl. og eins um hitt, að enginn maður geti farið með nema eitt atkvæði.

Ég hefi svo ekki fleiri brtt. að gera. En sumar af þeim brtt., sem hér koma á eftir, t. d. frá kommúnistum, get ég fyrir mitt leyti vel fallizt á. Og ég greiði þeim þá atkv., eftir því sem mínar skoðanir eru um þau mál, en fer ekki frekar út í að ræða þær. Eg veit, að það er tiltölulega þýðingarlaust við þessa umr. og á þessum stað að tala meira um þessi atriði, þar sem það er þegar ákveðið, hvernig afdrif þau fá. Mun ég því ekki segja meira um þetta að sinni.