09.04.1938
Neðri deild: 45. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1044 í B-deild Alþingistíðinda. (1465)

32. mál, lífeyrissjóður ljósmæðra

Vilmundur Jónsson:

Það má vera, að skilmerkilegra hefði verið að geta um það í þessum væntanlegu lögum, að með þeim væri ætlazt til, að lífeyrissjóður greiddi eftirlaun þeim ljósmæðrum, sem nú hafa eftirlaun samkv. ljósmæðralögum. En ljósmæðralögin sjálf taka þó, ef ég man rétt, öll tvímæli af um þetta. því að það stendur þar, að greiða skuli þar um rædd eftirlaun, þangað til sett hafa verið sérstök l. um lifeyrissjóð ljósmæðra. Verður það varla skilið á annan veg en þann, að þá taki lífeyrissjóður ljósmæðra við þeim greiðslum. En ef skilmerkilegra þykir að setja þetta í lögin, þá geri ég ráð fyrir, að fjhn. taki það til athugunar.