10.05.1938
Efri deild: 71. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1076 í B-deild Alþingistíðinda. (1560)

47. mál, laun embætissmanna

Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti! Ég vildi aðeins gera grein fyrir afstöðu minni til þessa máls. Ég er með l. gr. og tel hana geta verið nauðsynlega. En aftur á móti er ég algerlega á móti 2. gr., og mun við 3. umr. bera fram brtt. um, að hún falli burt. Ég mun þess vegna láta afskiptalaust, þótt málinu verði vísað til 3. umr. En ef mín brtt. verður ekki samþ., þá mun ég verða á móti frv. í heild sinni.