27.04.1938
Neðri deild: 55. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1451 í B-deild Alþingistíðinda. (2165)

Þingseta varaþingmanna

*Garðar Þorsteinsson:

Út af þessum umr. vil ég benda á ákvæði í 144. gr. kosningal. um það, hvernig varamaður tekur sæti á þingi.

Í 1. mgr. þeirrar gr. segir, að varamenn þm. Reykjavíkur taki sæti, þegar þm. þess lista, sem þeir eru kosnir á, falla frá eða forfallast. Þarna er gert ráð fyrir tvennu, að þeir falli frá eða forfallist, án þess að orðið forfallist sé nánar tiltekið.

Í 3. mgr. er sagt, að ef þm. Reykjav. eða landsk. þm. forfallast sökum veikinda eða annars — þarna eru forföllin nánar tiltekin, bæði vegna veikinda og annars —, þá á þessi þm. að tilkynna forseta d., sem hann á sæti í, eða forseta Sþ., forföllin og í hverju þau séu fólgin. Það. sem athugavert er í þessu samhandi, er, að það er alveg á valdi þm., sem um er að ræða, að meta forföllin og tilkynna ástæðuna fyrir forföllunum. Úrskurðarvaldið um þetta er alls ekki hjá forsetum Alþ. eða þinginu, heldur að öllu leyti hjá þeim þm., sem tilkynnir forföllin. Þetta „annars“ er ótiltekið, því að ef meiningin væri, að það væri aðeins þrennt, sem réttlætti það, að varamuður tæki sæti á þingi, ef þm. deyr, ef hann veikist eða ef hann er fjarverandi, þá væri það að sjálfsögðu tekið fram í 3. mgr. og stæði því, sökum veikinda eða fjarveru.

Ég held því, að sá skilningur, sem hæstv. forseti leggur í þetta, sé ekki réttur, og því síður skilningur bv. 1. þm. Rang.