12.04.1938
Efri deild: 47. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 296 í C-deild Alþingistíðinda. (2695)

85. mál, skrifstofufé sýslumanna og bæjarfógeta o. fl.

Þorsteinn Þorsteinsson:

Úr því að ég stend upp, verð ég að votta allshn. þakklæti mitt fyrir, að hún hefir litið í náð til mín og hækkað hjá mér skrifstofufé um 25 kr. á mán. Af því að ég er þessum málum kunnugri mörgum hér, vildi ég láta í ljós mitt álit, en það er það, að meira samræmi verður en áður um skrifstofuté sýslumanna, ef brtt. allshn. ganga fram.

Að vísu má segja, að rétt hefði verið að færa frekar niður upphæðina í muni sýslu, þar sem skrifstofufé er geysilega hátt og hefir verið lengi, en erfiðleikar í embættisfærslunni ekki að sama skapi miklir. Hv. nm. hafa samt hikað við það, og er það kannske að vonum.

Að því er snertir bæjarfógetana, hefi ég ekki athugað eins um þeirra hag, en vera má, að eitthvert ósamræmi sé þar. Ég hefi heyrt talað um bæði Siglufjörð og Ísafjörð, en það hygg ég, að n. hafi hvergi farið eins hátt og reikningar sýna, að kostnaður hefir verið.

Ég vil taka það fram, að enda þótt ég telji brtt. n. til bóta, tel ég, að ef almennt á að hækka skrifstofufé bæjarfógeta, verði einnig að hækka enn hjá sýslumönnum. Skal ég svo ekki orðlengja þetta frekar.