09.05.1938
Neðri deild: 68. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 313 í C-deild Alþingistíðinda. (2728)

85. mál, skrifstofufé sýslumanna og bæjarfógeta o. fl.

*Frsm. (Finnur Jónsson):

Það virtist mega skilja á ræðu hv. 6. þm. Reykv. eins og með þessu frv. væri verið að ganga á rétt sýslumanna og bæjarfógeta í landinn, og það væri helzt ég, sem hefði talað um að skammta þeim laun, sem aldrei hefir verið á minnzt. Ég álít, að þar, sem bæjarfógetaembættin eru mjög umfangsmikil, eins og t. d. á Siglufirði og Ísafirði, væri sanngjarnt að hækka skrifstofufé bæjarfógetanna nokkuð umfram það, sem lagt er til í þessu frv. Hv. þm. Mýr. talaði um viðvíkjandi einni af þessum till., að hún væri borin fram út í bláinn af þeim n., sem um þetta mál hafa fjallað. Þetta frv. er borið fram samkv. ósk dómsmrh., og það segir hann, að sé gert út í bláinn. (BÁ: Það eru n., sem um málið hafa fjallað og gert brtt.). Annars er full ástæða til að geta þess, að líklega munu n. hafa haft fyrir sér öll þau plögg, sem dómsmrn. hefir byggt frv. sitt á. Ég fæ ekki skilið, að það frv. sé tómt meiningarleysi, sem byggt er á þeim skýrslum, sem sýslumenn hafa sjálfir gefið, þar sem þeir hafa farið fram á, að þeir þyrftu að fá ákveðnar fjárupphæðir til að standast þann kostnað, sem embættunum eru samfara. Það frv. er alis ekki út í bláinn, sem byggt er á núverandi till. sýslumanna og bæjarfógeta; frekar myndu það vera þessir tveir þm., að þeir hafi ekki gert sér verulega grein fyrir því, hve mikil réttarbót er veitt sýslumönnum og bæjarfógetum landsins með þessu frv. Þeir tala því út í bláinn í þessu máli. Hv. 6. þm. Reykv. talaði einkum um það, að bæjarfógetinn á Ísafirði yrði hart úti samkv. þessu frv. Bæjarfógetinn á Ísafirði hefir að vísu talið, að æskilegt væri, að skrifstofukostnaður sinn yrði allt að 23 þús. kr., en sagðist þó í sama bréfi aðeins mundu fara fram á, að ráðuneytið hækkaði skrifstofufé sitt. eins og hér hefir verið gert, frá 1. jan. næstk., og að það yrði eigi ákveðið lægra en 19500 kr. En samkv. þessu frv. er gert ráð fyrir, að það verði 19 þús. kr. Ég fæ ekki séð, að hér hafi verið farið langt frá hans till., svo að ástæða sé til að kveða þar mjög hart að orði, þó að munurinn á varakröfu bæjarfógetans og till. n. sé 500 kr. Þetta frv. mun forsrh. hafa borið fram vegna þess, að l. um skrifstofufé sýslumanna og bæjarfógeta frá 19. júní 1933 falla úr gildi um næstu áramót. Það var gert ráð fyrir, að skrifstofukostnaður allra sýslumanna og bæjarfógeta landsins yrði samtals 112100 kr. En það hefir sýnt sig, að sú upphæð var of lág. Var lagt til, að hún yrði hækkuð um 15 þús. kr., og v ar skrifstofukostnaðurinn þá alls orðinn um 127 þús. kr. En eftir þeim till., sem hér liggja fyrir, og með þeim breyt., sem fjhn. Nd. leggur til, þá er gert ráð fyrir, að skrifstofukostnaðurinn verði samtals 152900 kr. Skrifstofukostnaðurinn, sem er nú 127 þús. kr., hækkar um 25 þús. kr. frá l. sjálfum með þeim viðbótum, sem Alþ. hefir áður lagt til, að yrðu við þau gerðar. Það má vel vera, að æskilegt væri að ákveða, að skrifsfofufé sýslumanna skyldi greitt eftir reikningi, sem ríkisstj. samþ., en hafa ekki sérstök l. um þetta. En þá þyrfti vilaskuld jafnframt að hafa ákveðið skrifstofufé í fjárl. á hverju ári. Ég skal ekki segja um það, hvað fyrir Alþ. hefir vakað, þegar þessi l. voru upphaflega afgr. á árinu 1933, en þá var fyrst tekin upp sú regla, að ákveða skrifstofuféð í sérstökum l. Hefir þetta fyrra frv. og einnig hið síðara frv. falið í sér miklar réttarbætur, sem áreiðanlega hafa verið nauðsynlegar, og að því leyti á þetta frv. rétt á sér. Ég get getið þess viðvíkjandi þeim stöðum, sem sérstaklega hafa verið nefndir hér, svo sem Ísafjörður og aðrir kaupstaðir, að skrifstofufé bæjarfógetans á Ísafirði var ákveðið 14 þús. kr., en á Siglufirði 7500 kr., en 11 þús. kr. eftir till. allshn. En skrifstofufé sýslumannsins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hefir nú eftir till. allshn. verið hækkað um 400 kr. frá því, sem það var ákveðið í l. 1933.

Viðvíkjandi skrifstofukostnaði sýslumanna í sveitasýslum er rétt að geta þess, að hann er yfirleitt ekki áætlaður nándarnærri eins hár og skrifstofukostnaður sýslumanna í kaupstöðum, enda er það eðlilegt, því að það er vitað, að fólki hefir alls ekki fjölgað í sveitum landsins, og þau embætti eru ekki að neinu verulegu leyti umfangsmeiri en þau voru áður.