01.03.1938
Neðri deild: 11. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í D-deild Alþingistíðinda. (2952)

17. mál, síldarverð

Flm. (Einar Olgeirsson):

Þetta mun vera alveg rétt hjá hæstv. ráðh., og verður tekið til athugunar. Það, sem fyrir okkur flm. vakti, var vitanlega, að notuð yrði heimild laganna til að kaupa síldina föstu verði og að það verð samsvaraði fullu áætlunarverði. Ef þess verður sérstaklega óskað, skal ég gjarnan gangna inn á, að málinu sé vísað til sjútvn. og umr. um það frestað á meðan.