20.04.1938
Neðri deild: 50. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 497 í B-deild Alþingistíðinda. (571)

62. mál, bæjarstjórn á Siglufirði

*Frsm. (Garðar Þorsteinsson):

Þetta frv. er komið frá hv. Ed. og var því vísað til allshn. þessarar d., sem athugaði frv. og mælir með því, að það verði samþ.

Flestir kaupstaðir landsins hafa nú heimild til þess að velja sér sérstakan bæjarstjóra. Og við síðustu bæjarstjórnarkosningar lýsti meiri hl. kjósenda á Siglufirði því yfir. að þeir kysu að hafa bæjarstjóra. Auk þess mun bæjarfógetinn á Siglufirði óska eftir að vera laus við oddvitastörf í bæjarstjórn. Allshn. mælir með því, að frv. verið samþ. með þeirri brtt., sem fyrir liggur í nál. á þskj. 256, til samræmis við þær lagasetningar, sem þegar hafa verið gerðar þar sem eins hefir staðið á, sem sé þegar einhverju bæjarfélagi hefir verið veitt heimild til þess að kjósa sér bæjarstjóra.

Eftir 1. gr. frv. eins og n. ætlazt til, að það verði, þá er 2. gr. l. um bæjarstjóra á Siglufirði breytt þannig, að gengið er út frá því, að bæjarfógeti sé oddviti bæjarstjórnar. En hinsvegar er þar viðbótargr., þar sem gert er ráð fyrir heimild til þess, að bæjarstjórn velji sér bæjarstjóra, sem taki við þeim störfum, er oddviti bæjarstjórnar hefir nú. Þetta breytir ekki efni frv., heldur er það til samræmis við venju þá, sem um þessi mál hefir myndazt.

Með þessum breyt. vill n. mæla með því, að frv. verði samþ.