03.03.1939
Neðri deild: 12. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 610 í B-deild Alþingistíðinda. (1122)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Stefán Stefánsson:

Ég skrifaði undir nál á þskj. 33 með fyrirvara. Þegar þessi bráðabirgðalög lágu fyrir á síðasta þingi, bar ég fram brtt. um, að 17. liður 1. frvgr. félli niður, en þá mundi ríkið greiða svo sem því ber samkv. öðrum lögum vaxtastyrk til bænda, frystihúsa, mjólkurbúa o. fl. Till. fékk því miður ekki byr í þessari deild, og ég býst við, að þm. séu enn sama sinnis. Ég taldi þýðingarlaust að bera hana aftur fram nú, þótt ég skrifaði undir með þeim fyrirvara, að ég væri 17. lið mótfallinn. Ég tel það ákaflega óviðeigandi að upphefja þannig löggjöf, sem verða átti til skuldaléttis og viðreisnar framleiðslunni í sveitum, þegar allir þm. þykjast nú vera á einu máli um það, að allt þurfi að gera til að rétta við framleiðsluna til lands og sjávar.