03.01.1940
Neðri deild: 99. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 656 í B-deild Alþingistíðinda. (1204)

95. mál, gengisskráning og ráðstafanir í því sambandi

*Frsm. (Sveinbjörn Högnason) :

Fjhn. hafði lagt fram nál, um þetta frv. áður en nokkrar brtt. voru komnar við það, og liggur það fyrir á þskj. 279, og bar n. þar fram eina brtt. við frv., sem er um það, að aftan við 2. gr. bætist ný gr., svo hljóðandi: „Síðasta mgr. 4. gr. l. nr. 10 4. apríl 1939 falli niður.“ Er sú gr. um aflaverðlaun sjómanna á togurum. Er þessi brtt. flutt samkv. ósk frá ríkisstj., vegna þess, að samningar voru gerðir um þetta atriði þegar togaraflotinn fór á veiðar.

Þá hafa komið fram brtt. við frv., sem n. hefir ekki getað dæmt um. Eru þær á þskj. 673, og flytur fjhn. þær eftir ósk ríkisstj. Þær fjalla um það samkomulag, sem náðst hefir innan ríkisstj. um þau kaupgjaldsmál, sem í þeim felast. Ég mun ekki ræða þessar brtt. fyrir hönd n. að svo komnu. Ríkisstj. mun sjálf gera grein fyrir brtt. þeim, sem eru á þskj. 673.