16.12.1939
Neðri deild: 85. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 904 í B-deild Alþingistíðinda. (1770)

155. mál, friðun Eldeyjar

*Sigurður Kristjánsson:

Ég vil aðeins skýra frá

því, að okkur flutningsmönnum hefir sézt yfir, að það hefir verið veittur veiðiréttur í eynni af ríkisvaldinu. Viljum við biðja velvirðingar á því, að hafa ekki tekið þetta fram í grg. Við komumst að því síðar, að það væri nauðsynlegt að bera fram þessa brtt., um að bæta leyfishafa þessa réttar það, sem af honum er tekið. Ég hefi persónulega talað við þann mann, sem hefir þennan veiðirétt, og tók hann vel í þetta mál og sagði, að sér kæmi ekki í hug að hagnýta sér þennan veiðirétt, ef þörf væri á friðun; hann myndi verða ákaflega vægur í kröfum sínum um bætur fyrir þetta. Hann greiddi 3 þús. kr. fyrir réttinn og lagði í kostnað við að setja upp keðjustiga í eynni. En ég held, að ég megi fullyrða að þessi maður verði málinu samþykkur. Mér virðist hann sjálfur hafa áhuga fyrir því að vernda þessi náttúrugæði, og mundi ekki vilja verða til að spilla neinu í þeim sökum.