15.12.1939
Neðri deild: 84. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 911 í B-deild Alþingistíðinda. (1829)

138. mál, iðja og iðnaður

Frsm. (Pálmi Hannesson) :

Það hefir verið talað við stj. Landssambands iðnaðarmanna, og ýmsir menn, sem framarlega standa í sveinafélögunum hafa rætt við mig um þetta, og hafa þeir ekki verið því mótfallnir, að húsverðir inntu þessi störf af hendi á sama hátt og húseigendur, ef þeir mættu ekki ráða til þess aðra menn, en þar sem þetta var meiningin frá upphafi, var horfið að því að breyta orðalaginu þannig, að þessi misskilningur gæti ekki átt sér stað.