27.12.1939
Efri deild: 94. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1082 í B-deild Alþingistíðinda. (2139)

150. mál, ríkisborgararéttur

*Forsrh. (Hermann Jónasson) ; Ég vildi aðeins minnast á það, að það hefir verið gengið mjög ríkt eftir því við okkur, sem förum með völdin að leyft sé að koma hingað mönnum í tugatali í samræmi við það, sem er á Norðurlöndum, sem við höfum ekkert með að gera, en það er lítið svo á, að þetta sé siðferðisleg skylda vegna mannúðar og af því fólkið hefir verið hér mikið. Og geri ég ráð fyrir, að hér stöndum við nokkuð jafnfætis við aðrar Norðurlandaþjóðir.

Ég legg ekki svo mikið upp úr vottorðum frá rafvirkjum hér um, að þeir séu eins færir um að taka þetta starf eins og þessi maður, enda búast Blönduósingar við að loka stöðinni í vor, ef hann fær ekki að vera hér.