02.01.1940
Efri deild: 99. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1186 í B-deild Alþingistíðinda. (2385)

35. mál, hlutarútgerðarfélög

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Þetta skal verða stutt aths. Ég ætla ekki að fara að svara hv. frsm. í aðaldráttum frekar en ég hefi gert, en það er þessi metingur okkar á milli um handfæraveiðar. Hann er nú nokkru eldri maður en ég, svo það má vera, að hann hafi það meiri þekkingu á málinu en ég, sem hans ár eru fleiri en mín.

Ég hefi alls ekki tekið af um„ að til væri handfæraveiðar í landinu, en þær eru stundaðar á þeim tíma, sem hluturinn er lakastur, og það mundi enginn fara að stofna félagsskap eins og þann, sem hér er gert ráð fyrir, upp á handfæraveiði eina saman.

Hv. þm. var svo heppinn að finna tvo staði á Austurlandi, sem ég ekki vissi um, þar sem bandfæraveiði er stunduð. Um það skal ég ekki deila, en ég hefi tal af mörgum fiskimönnum, sem koma í bæinn, og ég fylgist eins vel og hann með þeim veiðiaðferðum, sem tíðkast um allt land.

Ég vil bæta því við, að þegar út koma skýrslur um, hvernig fiskveiðin hafi verið hvert líðandi ár, þá byggi ég það á skýrslum Fiskifélagsins, með hvaða tækjum veiðin hafi verið stunduð, og ég hefi ekki getað orðið var við, að það væri nema hverfandi lítill hluti, sem handfæraveiðar væru stundaðar.

Ég á ekki kost á að ferðast inn á hverja vík og hvern vog allt í kringum landið til að athuga, hvort menn séu þar úti með lóð sína eða dragnót, en hvort handfæraveiðar eru yfirleitt stundaðar, kemur ekki þessu frv. við, því það verða ekki stofnuð hlutaútgerðarfélög um handfæraveiðar. Það er áreiðanlega ekki tilgangur flm. Þetta frv. er hugsað lengra fram í tímann. Þessu fyrirkomulagi er hugsað að ná yfir stórútgerðina, að svo miklu leyti, sem hægt er að þvinga menn inn á þessa hraut.