23.12.1939
Neðri deild: 93. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1269 í B-deild Alþingistíðinda. (2550)

164. mál, fiskimálanefnd

*Finnur Jónsson:

Ég er ekki allskostar ánægður með að fá ekki svar við fyrirspurn minni frá hæstv. atvmrh. Hæstv. viðskmrh. hélt því fram að fyrirspurn mín væri alveg óþörf, og gerði ráð fyrir, að með þessu frv. væri engin breyting á valdsviði fiskimálanefndar. Að vísu er það ekki afmarkað í l., en það er mikið á valdi atvmrh., hversu fiskimálanefnd má beita sér og hve miklu hún fær að ráða. Þegar hér er svo borin fram till. um fækkun nm., er ekki að ástæðulausu, þó að ég beri fram fyrirspurn til hæstv. atvmrh. um það, hvort það sé meiningin að takmarka valdsvið fiskimálan. eins og hann frekast getur gert með l. Ég óska eindregið eftir því að fá svar við þessum fyrirspurnum.