13.04.1939
Neðri deild: 39. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1327 í B-deild Alþingistíðinda. (2659)

Stjórnarskipti

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Forsætisráðherra er hér ekki viðstaddur og getur þess vegna ekki svarað þessari fyrirspurn.

Ég skal aðeins taka það fram, að umleitanir um myndun þjóðstjórnar standa yfir, eins og greinilega hefir fram komið af fyrri yfirlýsingum forsrh. Ennþá er ekki hægt að segja, hvort af þeirri stjórnarmyndun verður, eða þá hvað við kann að taka, ef eigi verður af slíkri stjórnarmyndun.