20.02.1939
Neðri deild: 4. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í B-deild Alþingistíðinda. (63)

8. mál, námulög

*Héðinn Valdimarsson:

Ég vildi gera þá fyrir

spurn til hæstv. atvmrh., hvort ríkisstjórnin hafi hugsað sér að gefa nokkrar skýrslur viðvíkjandi þeim samningaumleitunum, sem farið hafa fram hér í Reykjavík um málmvinnslu á Vestfjörðum. Ef svo er ekki, vildi ég óska þess, að málið verði tekið af dagskrá, til þess að hægt verði að beina fyrirspurn um þetta til hæstv. forsrh. fyrir 1. umr. málsins.