22.04.1939
Neðri deild: 47. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í B-deild Alþingistíðinda. (648)

89. mál, verðlag á vörum

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég lít svo á, að ákvæði þessa frv. séu aðeins leiðrétting á gildandi l. um heimild til þess að ákveða verðlag á vörum. Fyrsta gr. fer fram á það, að ný gr. sé sett í l., þannig að næst á undan orðunum „heildsölu og smásölu“ bætist: umboðssölu. — Síðari breyt. er eingöngu um það, að í stað þess, að nú er skylt samkv. l. að tilkynna lögreglustjóra ákvarðanir um hámarksverð eða hámarksálagningu, þá sé það nægilegt, að ráðuneytið birti þær í Lögbirtingablaði og tvisvar til þrisvar í útvarpi. Ég álít, að við þetta sparist bæði fyrirhöfn og kostnaður. — Ríkisstj. leggur til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr.