09.11.1939
Efri deild: 57. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í B-deild Alþingistíðinda. (734)

94. mál, Útvegsbanki Íslands h/f

Frsm. (Erlendur Þorsteinsson) :

Fjhn. hefir tekið þetta mál til athugunar á fundi sínum og hefir ekki annað fundið athugavert en formsatriði, sem hún leggur til að breyta. Hér er um það að ræða, að kjósa skuli 5 varamenn í bankaráð með hlutfallskosningum, og er það sjálfsagt mál af þeim orsökum, sem grg. frv. telur. En fjhn. hefir orðið sammála um að leggja til, eins og stendur á þskj. 274, að í 1. gr. komi á eftir orðunum „marz 1930“: um Útvegsbanka Íslands h/f og um Íslandsbanka, — og að við fyrirsögnina bætist: um Útvegsbanka Íslands h/f og um Íslandsbanka. — Þetta er skýrara en frv. var. Um þetta þarf svo ekki að fjölyrða.