07.12.1939
Neðri deild: 77. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 341 í B-deild Alþingistíðinda. (878)

101. mál, ríkisreikningurinn 1937

Sigurður Kristjánsson:

Eins og nál. frá fjhn. ber með sér, höfum við tveir nm., ég og hv. 3. landsk. (StSt), skrifað undir nál. með fyrirvara. Fyrirvari minn, og hans að líkindum líka, gildir alls ekki um samþykki á ríkisreikningnum sjálfum, sem yfirskoðunarmenn hafa haft ýmislegt við að athuga og okkur sýndist rétt að Alþ. geri sínar ályktanir um. Ég og hv. 3. landsk. höfum borið þessar aths. okkar fram á sérstöku nál. sem þáltill., og munum við, ef ekki gefst sérstakt tilefni til, hafa sömu aðferð og hv. frsm. lýsti hér í hv. Nd., að geyma aths. okkar þangað til þær till. verða til umr. samkv. yfirlýsingu hæstv. forseta, og munu þær verða teknar til meðferðar og afgreiðslu á því þingi, sem nú situr.