16.03.1940
Neðri deild: 19. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í C-deild Alþingistíðinda. (2145)

68. mál, meðferð á fundnu fé

*Flm. (Bergur Jónsson):

Þau ákvæði, sem nú gilda um meðferð á fundnu fé, eru orðin allgömul; þau eru í Jónsbók, og ennfremur hefir verið beitt um þetta dönskum lagaboðum samsamkvæmt opnum bréfum frá 1811 og 1812, sem jafnvel er vafasamt, hvort gilda hér á landi, og þar að auki koma að nokkru leyti í bága við ákvæði Jónsbókar. Tilgangurinn með frv. er að setja ákveðnar reglur um meðferð á fundnu fé og að einhverjir menn séu á hverjum stað á landinu, sem finnendur geti skilað til því, sem þeir finna, og þeir, sem hafa glatað einhverju geta leitað til eftir hinu glataða og greitt þá fundarlaun af því samkv. l. Er hér farið fram á, að þau verði allt að ¼ verðs hins fundna, en auðvitað getur verið spurning, hvort það ætti ekki að vera meira, og nú er það t. d. 1/3. En það er gert ráð fyrir að breyta þeim hætti, sem á þessu er nú, að annaðhvort sé féð látið liggja eða finnandi látinn eignast það, eða það er látið renna í sérstakan sjóð hjá lögreglunni.

Vil ég svo óska, að frv. verði að lokinni umr. vísað til 2. umr. og allshn.