22.04.1940
Neðri deild: 46. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 164 í C-deild Alþingistíðinda. (2263)

105. mál, verðlagsuppbót á laun starfsmanna í verzlunum og skrifstofum o. fl.

Thor Thors:

Ég vil leyfa mér að benda á, að þessi till. hv. þm. V. Húnv. er algerlega út í bláinn. Þetta mál er á engan hátt á færi ríkisstj., nema hv. þm. ætlist til, að ríkisstj. gefi út bráðabirgðal. um þetta. Ég vil spyrja: Hvað á hv. þm. við? Hvernig á ríkisstj. að skipa einstökum atvinnurekendum að greiða fólki sínu uppbót? Till. er svo fráleit, að það væri vansæmandi að greiða henni atkv.