17.04.1940
Sameinað þing: 19. fundur, 55. löggjafarþing.
Sjá dálk 111 í D-deild Alþingistíðinda. (2597)

111. mál, athugun á fjárhag þjóðarinnar

*Pétur Ottesen:

Ég skal ekki blanda mér inn í umr. um þessi mál, en vil geta þess, af því að starf fjvn. hefir verið dregið inn í þessar umr., að þau ummæli, sem fallið hafa um það, að n. hafi gefið rangar og villandi upplýsingar, eru með öllu ómakleg, og ég vil láta það koma fram hér, að sá maður, sem lét þau orð falla, að upplýsingar fjvn. væru rangar og villandi, hann brestur kunnugleika til þess að fella dóm um þetta. Ég er sannfærður um, að það verk, sem þarna hefir verið unnið, getur orðið grundvöllur að þeirri endurskoðun á launal. og starfsmannahaldi, sem fjvn. lagði til fyrir nokkru, að fram færi, og var einum rómi samþ. Þess vegna held ég, að það sé líka ofmælt að segja, að þetta starf hafi verið unnið fyrir gíg.

Um það, hvort þessi till. eigi að fara til fjvn. eða allshn„ þá skilst mér, að þarna sé um að ræða mjög almennt efni og álít ég því, að þetta geti eins heyrt undir verksvið allshn. eins og fjvn. Annars álít ég það ekki skipta verulegu máli, til hvorrar þessara tveggja n. málinu verður vísað.